I. KAFLI
Gildissvið og skilgreiningar.
1. gr.
Reglugerð þessi gildir um hunang samkvæmt skilgreiningu í 2. gr. Hún gildir þó ekki um hunang sem ætlað er til útflutnings til ríkja utan Evrópsks efnahagssvæðis.
2. gr.
1. |
Hunang er vara sem hunangsflugur framleiða úr hunangslegi blóma eða seytu jurta og sem þær safna, umbreyta, binda sérstökum efnum, geyma og láta þroskast í vax-kökum. Afurðirnar eru ýmist fljótandi, í föstu formi eða kristallaðar. |
2. |
Blómahunang er hunang sem er aðallega fengið úr hunangslegi blóma. |
3. |
Daggarhunang er hunang sem er aðallega fengið úr seytu jurta. |
4. |
Vaxkökuhunang er hunang sem býflugur safna í hólf nýbyggðra lirfulausra vaxkaka og selt er í lokuðum vaxkökum, heilum eða í hlutum. |
5. |
Hunang sem fengið er með dreypni er unnið með því að láta drjúpa af opnum lirfulausum vaxkökum. |
6. |
Hunang sem fengið er með skiljun er hunang sem skilið er frá opnum lirfulausum vaxkökum í skilvindu. |
7. |
Pressað hunang fæst með því að pressa lirfulausar vaxkökur við vægan eða engan hita. |
8. |
Iðnðaðarhunang er hunang sem telst hæft til manneldis, en hefur framandi lykt eða bragð, er byrjað að gerjast eða freyða eða hefur hlotið hitameðhöndlun. Virkni „díastasa“ eða magn „hýdroxímetýlfurfurals“ getur einnig verið umfram það sem tilgreint er í viðauka. |
II. KAFLI
Samsetning og merki
3. gr.
Ekki er heimilt að bæta efnum í hunang eða breyta efnasamsetningu þess með öðrum hætti. Við markaðssetningu skal samsetning hunangs vera í samræmi við það sem fram kemur í viðauka.
Hunang skal, að því marki sem slíkt er framkvæmanlegt, vera laust við aðskotaefni og aðskotahluti og að öðru leyti í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 518/1993 um aðskotaefni í matvælum.
4. gr.
Hunang, annað en iðnaðarhunang, má ekki hafa framandi bragð eða lykt, vera byrjað að gerjast eða freyða, eða sýrustigi þess hafa tekið óeðlilegum breytingum. Óheimilt er að hita hunang að því marki að náttúrulegir lífhvatar þess hafi verið eyðilagðir eða gerðir óvirkir.
5. gr.
Auk þess að uppfylla ákvæði reglugerðar nr. 588/1993 um merkingu, auglýsingu og kynningu matvæla, skal orðið „hunang“ eða eitt þeirra heita sem talin eru upp í 2. gr. koma fram á umbúðum hunangs. Ef um iðnaðarhunang er að ræða skal það merkt sem slíkt.
6. gr.
Að iðnaðarhunangi undanskildu er heimilt að eftirfarandi komi fram á umbúðum hunangs:
a) |
upplýsingar um blóma- eða jurtauppruna, að því tilskildu að afurðin sé nánast eingöngu af þeim uppruna sem um er getið og hafi eiginleika slíks hunangs, svo sem lykt og bragð; |
b) |
upplýsingar um landfræðilegan uppruna, ef unnt er að staðfesta að varan komi eingöngu frá tilteknu svæði; |
c) |
eiginleikar eða gæði, sem gera hunangið frábrugðið öðru sambærilegu hunangi. |
III. KAFLI
Ýmis ákvæði og gildistaka.
7. gr.
Innlendur framleiðandi eða innflytjandi er ábyrgur fyrir því að þær vörur sem um getur í viðauka séu í samræmi við ákvæði þessarar reglugerðar.
8. gr.
Heilbrigðisnefndir hafa undir yfirumsjón Hollustuverndar ríkisins, hver á sínum stað, eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt.
9. gr.
Með brot gegn reglugerð þessari skal farið samkvæmt lögum nr. 93/1995 um matvæli og lögum nr. 81/1988 um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, með síðari breytingum, nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum. Með mál sem rísa út af brotum gegn reglugerð þessari skal farið að hætti opinberra mála.
10. gr.
Reglugerð þessi sem sett er með stoð í lögum nr. 93/1995 um matvæli og lögum nr. 81/1988 um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, með síðari breytingum öðlast gildi við birtingu. Einnig var höfð hliðsjón á ákvæðum samningsins um Evrópskt efnahagssvæði, sem vísað er til í II. viðauka XII, kafla, 9. tölul., tilskipun 74/409/EBE um samræmingu laga aðildarríkjanna varðandi hunang.
Umhverfisráðuneytið, 6. júlí 1995.
Guðmundur Bjarnason.
____________________
Ingimar Sigurðsson.
Viðauki
Kröfur um samsetningu hunangs
1. Afoxandi sykur (reiknað sem invertsykur) |
|
– Blómahunang |
> 65% |
– Daggarhunang og blöndur af daggarhunangi og blómahunangi |
> 60% |
|
|
2. Rakainnihald |
|
– Almennt |
< 21% |
– Beitilyngshunang (Calluna) og smárahunang (Trifolium sp.) |
< 23% |
– Iðnaðarhunang |
< 25% |
|
|
3. Súkrósi |
|
– Almennt |
< 5% |
– Daggarhunang og blöndur af daggarhunangi og blómahunangi, |
|
akasíu-, lofnarblóma- og „banksia menziesii“ hunangi |
< 10% |
|
|
4. Fituleysanleg efni |
|
– Almennt |
< 0,1% |
– Pressað hunang |
< 0,5% |
|
|
5. Steinefni (aska) |
|
– Almennt |
< 0,6% |
– Daggarhunang og blöndur af daggarhunangi og blómahunangi |
< 1% |
|
|
6. Óbundnar sýrur |
<40 millíjafngildi |
|
(meqv) sýru/kg |
7. Virkni díastasa og magn hýdroxímetýlfurfurals (HMF) |
|
eftir vinnslu og blöndun |
|
a) Virkni díastasa (Schade-kvarði) |
|
– Almennt |
> 8 |
– Hunang með lágt innihald náttúrulegra lífhvata (t.d. sítrushunang) |
|
og með HMF-innihald < 15 mg/kg |
> 3 |
b) HMF |
< 40 mg/kg |
Nánar Reglugerð
http://www.sjavarutvegsraduneyti.is/media/Ymislegt/vidauki_lifraen.doc.
I. VIÐAUKI
MEGINREGLUR UM LÍFRÆNA LANDBÚNAÐARFRAMLEIÐSLU
C) BÝFLUGNARÆKT OG BÝFLUGNAAFURÐIR
-
- Almennar meginreglur
- Býflugnarækt er mikilvæg búgrein vegna þess að frævun flugnanna stuðlar að verndun umhverfisins og aukinni framleiðslu í landbúnaði og skógrækt.
- Hvort býflugnaræktarafurðirnar eru skilgreindar sem lífrænt framleiddar er að mestu leyti komið undir meðhöndlun býkúpnanna og gæðum umhverfisins. Skilgreining er einnig háð því hvernig tekju, vinnslu og geymslu býflugnaræktarafurðanna er háttað.
- Ef rekstraraðili rekur nokkrar býflugnaræktareiningar á sama svæði verða allar einingarnar að samræmast kröfum þessarar reglugerðar. Rekstraraðili getur þó vikið frá þessari meginreglu og rekið einingar, sem samræmast ekki þessari reglugerð, svo fremi að allar kröfur í þessari reglugerð séu uppfylltar að undanteknum þeim ákvæðum sem mælt er fyrir um í lið 4.2 um staðsetningu býflugnabúa. Í slíku tilviki er óheimilt að selja afurðina með tilvísun til lífrænna framleiðsluaðferða.
-
-
-
- Aðlögunartími
- Því aðeins má selja afurðir úr býflugnarækt með tilvísun til lífrænnar framleiðsluaðferðar að farið hafi verið að ákvæðum þessarar reglugerðar í minnst eitt ár. Á aðlögunartímanum skal endurnýja vax í samræmi við þær kröfur sem mælt er fyrir um í lið 8.3.
-
-
- Uppruni býflugnanna
- Við val á kynjum ber að hafa í huga hæfni dýranna til að laga sig að staðarskilyrðum, lífsþrótt þeirra og mótstöðu gegn sjúkdómum. Fyrst og fremst skal velja evrópsk kyn af tegundinni Apis mellifera og staðbrigði af þeim.
- Til býflugnabúanna skal stofna með því að skipta upp búum sem fyrir eru eða með því að taka flugnasveima eða býkúpur frá einingum er samræmast þeim ákvæðum sem mælt er fyrir um í þessari reglugerð.
- Fyrsta undanþága frá lið 3.2, að fyrirfram fenginni heimild vottunarstofu, er aðlögun að býflugnabúi sem fyrir er á framleiðslueiningunni, sem ekki hefur verið rekið í samræmi við ákvæði þessarar reglugerðar.
- Önnur undanþága frá lið 3.2 er að á aðlögunartíma, sem rennur út 24. ágúst 2002, er leyft að afla flugnasveima án býkúpu frá býflugnaræktanda, sem stundar ekki framleiðslu í samræmi við þessa reglugerð, með fyrirvara um aðlögunartímann, sbr. lið 2.1.
- Þriðja undanþága frá lið 3.2 er að vottunarstofa skal, ef hlutfallslega mörg dýr hafa drepist vegna aðstæðna sem rekja má til heilbrigðisvanda eða stóráfalla, veita leyfi til að endurstofna býflugnabúin, þegar býflugnabú sem samræmast þessari reglugerð eru ekki á boðstólum, með fyrirvara um aðlögunartímann sbr. 2.1.
- Fjórða undanþága frá lið 3.2 er að við endurnýjun býflugnabúanna er leyft að taka árlega inn á lífrænu framleiðslueininguna 10% býdrottninga og sveima, sem samræmast ekki þessari reglugerð, að því tilskildu að býdrottningarnar og sveimarnir séu í býkúpum með vaxkökum eða tilbúnum vaxtöflum (comb foundation) frá lífrænum framleiðslueiningum. Í slíku tilviki er enginn aðlögunartími.
- Staðarval fyrir býflugnabú
-
-
- Landbúnaðarráðuneytið getur tilgreint land eða svæði þar sem ekki er raunhæft að stunda býflugnarækt sem samræmist þessari reglugerð. Býflugnaræktandinn skal, eins og kveðið er á um í fyrsta undirlið 2. liðar í hluta A1 í III. viðauka, afhenda vottunarstofu uppdrátt í heppilegum mælikvarða sem sýnir hvar býkúpur eru. Ef engin slík svæði eru tilgreind verður býflugnaræktandinn að leggja viðeigandi gögn og upplýsingar fyrir vottunarstofu, þar á meðal viðunandi greiningar ef nauðsyn krefur, sem sýna að þau svæði, sem býflugnabú hans hafa aðgang að, uppfylli þau skilyrði sem kröfur eru gerðar um í þessari reglugerð.
-
-
- Staðarvali fyrir býflugnabú skal haga þannig að:
-
-
- framboð í náttúrunni af hunangslegi, hunangsdögg og frjókornum fyrir býflugurnar sé nægjanlegt og að þær hafi aðgang að vatni;
-
-
- innan 3 km geisla frá búinu séu hunangslagar- og frjókornagjafar mestmegnis lífrænt ræktaðar plöntur og/eða villtur gróður, samkvæmt kröfum í 6. gr. og í I. viðauka við þessa reglugerð, og plöntur sem uppfylla ekki ákvæði þessarar reglugerðar en hafa verið meðhöndlaðar samkvæmt aðferðum sem hafa lítil áhrif á umhverfið, til dæmis þeim sem lýst er í áætlunum sem þróaðar voru í tengslum við reglugerð (EBE) nr. 2078/925 og geta ekki haft veruleg áhrif á það hvort framleiðslan er skilgreind sem lífræn eða ekki;
- búið sé nægilega langt frá hugsanlegum mengunarvöldum (öðrum en landbúnaði), til dæmis þéttbýlisstöðum, miklum umferðaræðum, iðnaðarsvæðum, sorphaugum og sorpbrennsluofnum. Vottunarstofa skal gera ráðstafanir til að tryggja að farið sé að þessari kröfu.
Framangreindar kröfur gilda ekki um svæði þar sem blómgun verður ekki eða þegar vetrarhvíld ríkir í býkúpunum.
-
-
- Fóður
- Undir lok framleiðsluskeiðsins skal skilja eftir nægilegan forða af hunangi og frjókornum í býkúpunum til að tryggja að býflugurnar lifi veturinn.
- Heimilt er að fóðra býflugurnar ef vafi leikur á að þær komist af sökum erfiðra veðurskilyrða. Fóðrið skal vera lífrænt framleitt hunang, helst framleiðsla frá sömu lífrænu framleiðslueiningu.
- Fyrsta undanþága frá lið 5.2 er að landbúnaðarráðuneytið getur leyft að notuð sé lausn úr lífrænt framleiddum sykri eða lífrænt framleiddum sykurmelassa til fóðrunar, einkum þegar veðurskilyrði valda því að hunang kristallast.
- Önnur undanþágan er að vottunarstofa getur, á aðlögunarbili sem rennur út 24. ágúst 2002, leyft fóðrun með sykurlausn, sykurmelassa eða hunangi sem er ekki framleitt samkvæmt ákvæðum þessarar reglugerðar.
- Eftirfarandi upplýsingar um fóðrun skal færa í skrá býflugnabúanna: tegund afurðar, dagsetningar, magn og hvaða býkúpur nutu fóðrunar.
- Í býflugnarækt, sem samræmist þessari reglugerð, er óheimilt að nota aðrar afurðir en þær sem eru tilgreindar í liðum 5.1 til 5.4.
- Fóðrun býflugna má eingöngu fara fram á tímabilinu frá lokum síðustu hunangssöfnunar og þar til 15 dögum áður en framboð verður næst á hunangslegi og hunangsdögg.
- Sjúkdómavarnir og dýralæknismeðferð
6.1. Sjúkdómavarnir í býflugnarækt skulu byggjast á eftirfarandi meginreglum:
-
- Vali á heppilegum, harðgerðum kynjum.
- Notkun tiltekinna aðferða sem vekja mótstöðuþrótt gegn sjúkdómum og hindra sýkingar, svo sem regluleg endurnýjun drottninga, kerfisbundið eftirlit með býkúpum í því skyni að greina hvers kyns frávik í heilbrigðisástandi, eftirlit með karlbýflugum í býkúpunum, regluleg sótthreinsun efna og áhalda, eyðing mengaðra efna eða mengunarvalda, regluleg endurnýjun á bývaxi og trygging fyrir nægilegum birgðum frjókorna og hunangs í býkúpum.
- Ef sjúkdómur eða annað herjar á býkúpurnar, þrátt fyrir allar framangreindar fyrirbyggjandi ráðstafanir, skulu þær þegar í stað hljóta meðferð og ef nauðsyn krefur má koma þeim fyrir í einangruðum býflugnabúum.
- Í býflugnarækt, sem samræmist þessari reglugerð, skal virða eftirfarandi meginreglur við notkun dýralyfja:
-
- Notkun þeirra er heimil svo fremi að samsvarandi notkun sé leyfð í samræmi við viðeigandi ákvæði EES-samningsins eða innlend ákvæði sem eru í samræmi við hann.
- Jurtalækninga- og smáskammtalyf skulu notuð fremur en efnafræðilega samsett, hefðbundin lyf, að því tilskildu að lækningaverkun þeirra sé árangursrík gegn því ástandi sem meðferðin beinist að.
- Ef notkun framangreindra efna reynist ekki koma að gagni eða ólíklegt þykir að hún skili tilætluðum árangri gegn sjúkdómi eða öðru sem herjar á þannig að hætta sé á að búin eyðist, er heimilt að nota efnafræðilega samsett, hefðbundin dýralyf, enda sé það á ábyrgð dýralæknis eða annarra manna sem hafa til þess opinbert leyfi, með fyrirvara um þær meginreglur sem mælt er fyrir um í a- og b-liðum hér að framan.
- Óheimilt er að nota efnafræðilega samsett, hefðbundin lyf sem fyrirbyggjandi meðferð.
- Með fyrirvara um meginregluna í a-lið hér að framan er heimilt að nota maura-, mjólkur-, edik- og oxalsýru, svo og efnin mentól, þýmól, evkalyptól og kamfóru, gegn smiti af völdum Varroa jacobsoni.
-
-
- Auk framangreindra meginreglna er leyfð sú meðferð, sem dýralæknir veitir, eða meðferð á býkúpum, vaxkökum o.s.frv. sem er lögboðin samkvæmt innlendri löggjöf eða EES-samningnum.
- Ef meðferð með efnafræðilega samsettum, hefðbundnum lyfjum er veitt skal meðhöndluðu sambúunum komið fyrir í einangruðum býflugnabúum meðan meðferðin varir og fjarlægja skal allt vax og setja í staðinn vax sem samræmist þeim skilyrðum sem mælt er fyrir um í þessari reglugerð. Um þessi sambú gildir að aðlögunartíminn skal vera eitt ár.
- Kröfurnar, sem mælt er fyrir um í næsta lið á undan, gilda ekki um afurðir sem eru tilgreindar í
e-lið liðar 6.3.
- Þegar áformað er að nota dýralyf er skylt að skrá tegund lyfsins greinilega (þar á meðal upplýsingar um það lyfjafræðilega virka efni sem um ræðir) ásamt nákvæmum upplýsingum um sjúkdómsgreininguna, stærð skammta, aðferð við lyfjagjöf, lengd meðferðar og lögbundinn útskilnaðartíma og tilkynna það vottunarstofu áður en afurðirnar eru markaðssettar sem lífræn framleiðsla.
-
- Ræktunaraðferðir og sanngreining
-
-
- Við söfnun býræktarafurðanna er bannað að aflífa býflugurnar í vaxkökunum.
- Bannað er að klippa vængi drottninganna eða limlesta þær á annan hátt.
- Heimilt er að skipta um drottningu ef fyrri drottning er jafnframt aflífuð.
- Því aðeins er heimilt að aflífa karllirfur að þær séu smitaðar af Varroa jacobsoni.
- Notkun tilbúinna fæliefna er bönnuð meðan hunangstekja fer fram.
- Skylt er að skrá svæðið, þar sem býflugnabúið er, ásamt auðkenni býkúpnanna. Tilkynna ber vottunarstofu, innan frests sem vottunarstofa samþykkir, flutning á býflugnabúum.
- Sérstaklega skal tryggja að hunangstekja, vinnsla og geymsla býræktarafurðanna fari fram á þann hátt sem hæfilegur þykir. Skylt er að skrá allar ráðstafanir sem eru gerðar í því skyni að fara að þessum kröfum.
- Færa skal í skrá býflugnabúsins hvenær kassar (supers) með vaxkökum eru fjarlægðir úr búunum og hvenær hunangið er skilið úr þeim.
-
- Gerð býkúpnanna og efni sem eru notuð við býrækt
- Býkúpurnar skulu í meginatriðum vera úr náttúruefni sem engar líkur eru á að mengi umhverfið eða býræktarafurðirnar.
- Að undanteknum þeim afurðum, sem eru nefndar í e-lið liðar 6.3, er óheimilt að nota önnur efni í býkúpunum en náttúruafurðir á borð við býþétti (própólis), vax og jurtaolíur.
- Bývaxið, sem er notað í nýjar vaxplötur, verður að vera frá lífrænum framleiðslueiningum. Vottunarstofa getur í sérstökum tilvikum veitt undanþágu, einkum ef um nýjar stöðvar er að ræða eða á aðlögunartímabilinu, fyrir notkun á bývaxi, sem er ekki frá slíkum einingum, enda sé lífrænt framleitt bývax ekki fáanlegt á markaðnum, og að því tilskildu að það sé úr vaxlokum hunangshólfanna.
- Bannað er að skilja hunang úr vaxkökum sem í er ungviði.
- Eingöngu er heimilt að nota viðeigandi afurðir, sem eru tilgreindar í 2. lið í B-hluta II. viðauka, til að verja efni (ramma, býkúpur og vaxplötur), einkum gegn plágum.
- Heimilt er að beita til dæmis gufu eða beinum loga.
- Við þrif og sótthreinsun efna, bygginga, búnaðar, áhalda eða afurða, sem eru notuð í býflugnarækt, er eingöngu heimilt að nota viðeigandi efni sem eru tilgreind í E-hluta II. viðauka.