Ítarleg grein um meðferð búa að vetri

GREIN FRÁ -CANADIAN ASSOCITATION OF PROFESSIONAL APICULTURISTS THE BIOLOGY AND MANAGEMENT OF COLONIES IN WINTER ADONY MELATHOPOULOS 􀀎 BEAVERLODGE RESEARCH FARM, BOX 29, BEAVERLODGE, AB T0H 0C0 􀀛 MELATHOPOULOSA@AGR.GC.CA

LÍFFRÆÐI VETRUNAR

Í náttúrulegu umhverfi nýta býflugur(bf) tvær aðferðir til að viðhalda hita búsins  að vetri:                             1) val á vel staðsettu og vernduðum bústað (Tafla. 1)

 

Eiginleikar væntanlegs bústaðar           Tíðni búsetu ef gefið val

Hæð búsins frá jörðu 5m > 1m
Sýnileiki/skjól búsins Sýnilegt > falið
Fjarlægð frá móðurbúi Skiptir ekki máli
Flugop 12,5fercm > 75 fcm
Staðsetning flugops Á botninum > efst
Flugátt ops Suður > norður
Rúmmál bústaðarins 10 l < 40 l> 100 l
Áður nýtt af bf Notað > nýtt
Lyktnæm hormón Með > án
Rakastig rýmisins Rakt sag = þurrt
Ytrabyrgi Veggir með götum = heilir veggir
>Þýðir frekar enn, < síður enn

„Gátlisti“ fyrir leit býflugna  að nýjum bústað

(Seeley and Morse 1978)

„Gátlisti“ fyrir leit býfl. að nýjum bústað

(Seeley and Morse 1978)

og 2) Klasamyndun.
Klasinn er byggður upp af tveimur hlutum (mynd 1):

1) er þéttu ytra hýði þar sem býflugurnar festa sig saman, stefna höfuðs þeirra í átt að miðju klasans og          2) er laus innri kjarni þar sem býflugurnar geta hreyft sig frjálst. Ytri umgjörð klasans(skurnin), einangrar og sem þéttust er skurnin jafn einangrandi og fjaðrir fugla eða loðfeldur spendýra (0,1 W / kg / º C). Klasinn færist hægt frá tómur hólfum til þeirra sem eru fullar af hunangi. Þessi hreyfing er yfirleitt upp og til hliðar, aldrei niður.

Áður en við höldum áfram, eru fjögur mikilvæg hitastig sem þú ættir að kunna:
1) hitastig ungviðis = 32-36 °C,
2) minnst hitastig brjóstkassa sem þarf til flugs = 27ºC,                                                                                                 3) lágmark hitastig sem þarf til að virkja flugvöðva  (hliðstætt spendýrum “hrollur”) = 18 ºC og                                   4) fara í “kulda dá” = 6 °C.

Klasamyndun býfl. byrjar þegar hitastig fellur undir 18°C (hér á líklega við inni í búinu). Stærð klasans dregst samann þar til umhverfishiti nær -10ºC en þá nær klasinn mestri þéttingu. Klasinn þéttist 5-falt á milli 18ºC og -10°C. Við lægra hitastig en -10ºC er aðeins hægt að viðhalda hita klasans með aukinni hitamyndun kjarnans
(mynd 2).

Efnaskiptahraði sem hlutfall af umhverfishitastigi

Kjarni klasans skapar þennan hita með því að “virkja” flugvöðva sína. Þetta ferli þarfnast brennslu á hunangi, sem hvatti WF Cheshire að skrifa 1888: “Hver býfluga … er örlítill bræðsluofn sem framleiðir ferli í vefjum sínum og vökva sem er nákvæmlega efnafræðilega jafngilt oxunar hunangs …”.

􀁹 Viskuorð – Efnaskiptahraði búsins er lægstur þegar hitastigið er 5-10°C. Þess vegna reyna býflugnabændur, sem vetra bú sín innanhúss, að halda hitastigi við 5°C : býflugurnar nota minnst magn af hunangi við þetta hitastig.

Talið er að býflugur framleiða 0,68 kg af vatni á hvert kg af hunangi sem þær neyta. Þetta vatn er mikilvægt fyrir býflugurnar og þær nota það til að þynna hunang, fæða ungviði og skola efnaskipta úrgangi úr líkama sínum. Engu að síður, losnar sumt af vatninu sem gufar, sem í sjálfu sér er mikilvægur þar sem ungviðið þroskast best við 40% rakastig. Hins vegar kemur upp vandamál þegar umhverfis hitastigið fellur. Kalt loft inniheldur ekki eins mikinn raka og hlýtt loft, svo hlýtt rakt loft yfirgefur klasann, þéttist á vaxkökunum og innviðum kúpunnar. Býflugurnar geta ráðið við smá raka utan klasans, en ef raki drýpur aftur á býflugurnar kælir það þær. Þetta atriði er mikilvægt þegar við lítum á hlutverk efra flugopi í kúpunni.

Býflugur minnka orkunotkun sína um veturinn með því að “stilla hitamælin lægra”. Þær ná þessu með því að minnka og stöðva varp drottningar þar með magn ungviðis að hausti og snemma vetrar (mynd 3),
Magn ungviðis (í fertommum) yfir vetrarmánuðina,sem er talið er orsakað af styttri dagslengd. Laus við að þurfa að viðhalda hita við ungviði (muna: 32-36°C), lækkar kjarna hita framleiðsla þeirra og þannig, dregur úr neyslu þeirra á hunangi. Fóstrun ungviðis byrjar hægt og rólega aftur eftir vetrarsólstöður. Hækkuð efnaskipti vegna uppeldis ungviðis þýðir hærri hunang neysla verð í lok vetrar. Í einni rannsókn, sýndu niðurstöður að búin átu hunang tvisvar sinnum hraðar í mars (0,84 kg á viku) samanborið við desember (0,42 kg á viku).

􀁹 “Býflugur frjósa ekki í hel á vetrum- þær svelta” – Herman Rauchfuss, Sr Gættu þess að búin hafi nægan vetrarforða!

Hversu mikið hunang notar búið ?(á 2 kössum)?

Staðsetning                                                                      Ráðlagt magn vetrarfóðurs
Saskatchewan                                                                                         36-40 kg
Wisconsin, New York State                                                                     27-36 kg
Kentucky                                                                                                  24-27 kg
California, N. Carolina                                                                             13 kg

Þyngd eru aðeins fyrir vetrarfóður. Kúpan og býflugurnar vega u.þ.b. 27 kg , þannig að til dæmis þurfa búin í Saskatchewan            að vega samtals 54-63 kg eftir fóðrun.

􀁹 “Þrjátíu pund meira af hunang(vetrarfóðri) en það sem búið að meðaltali er ódýr trygging, samanborið við hættuna á að missa bestu búin þar sem þau hafa jafnvel einn pund of lítið” – CL Farrar

Hvernig lifa búin af langan vetur Kanadískar gresju ef þær hætta að ala upp ungviði? Ætti búið ekki smám saman að minnka og deyja út? Þó búið skreppa talsvert saman frá ágúst-mars eru búin fær um að halda fjölda sínum með “framleiðslu” vetrarbýflugna. Vetrarbýflugur lifa miklu lengur (100 + d) en sumarbýflugur (~ 30 d)

(mynd 4)

Línurit yfir meðal lifunartíma býfl. á 12 d fresti (frá 14 júlí til hausteldi ungviðis hætti). Línuritið sýnir greinileg umskipti úr stuttum líftíma sumarbýfl. og lengri líftíma vetrarbýfl. sem byrjar með býfl. fæddum þann 31. ágúst (punkta feril). Gögnum var safnað með af Harris í Suður-Manitoba og seinna greind af Matillaet al 2001.

Kveikja búsins til að skipta frá myndun sumar- til vetrarbýflugna er ekki þekkt, en leiðandi tilgáta er að það er einfaldlega að þær hætta að ala ungviði á haustin. Eldi ungviðis er erfitt og orkufrekt starf og býflugur sem klekjast í búi án ungviðis(seint á haustin)þurfa ekki að ala upp ungviði og lifa því lengur (framleiðsla fóðursafa í munnvatnskirtlum þeirra er afar orkufrek og sýnilega lýjandi ferli).
Þó að vitneskjan um hvað kemur þessu af stað þekkist ekki, er það ljóst að vetrarbýflugur eru líkamlega frábrugðnar sumarsystrum sínum : “býfl. sem hafa vetrað hafa verulega meiri þurrvigt, prótein, fita, þríglýseríð, glycogen og glúkósa innihald en býfl. sem lifa ekki veturinn.
(Matilla et al 2001).

Hvernig byrjar búið að ala upp ungviði á miðjum vetri þegar það er ekkert ferskt frjókorn að safna? Í fyrsta lagi,geta býfl. geymt töluvert magn af frjókorni í hólfum vaxkökunnar fyrir veturinn. Þær virðast nota þennan forða til að ala upp ungviði þar sem bú með mikið magn frjókorna forða hafa meiri fjölda býfl. að vori

(Mynd 5):

 

Sambandið milli frjókornaforða í búi að hausti og fjöld býfl. í búinu að vori (seinnihl.-mars / snemma-vors). Gögn var safnað yfir tvö ár í Laramie, Wyoming. Farrar 1936

 

Sjáið muninn upp á um 20.000 færri býfl. hjá búum sem fara inn í veturinn með ófullnægjandi eða mikið frjókornafóður. Býfl. virðast einnig vera fær um draga af líkamsbirgðum sínum af prótíni til að fæða ungviðið.

􀁹 Búið ætti að fara í vetrun með 3-6 vel fyllta ramma af frjókorni. Seinni hluta vetrar, segir Farrar (1936) búin geta notað nánast allt að 1 ramma af frjókorni á viku. Ef búin hafa ekki mikið geymt frjókorn, munu þær njóta góðs af viðbótar frjókorni allt þar til eðlilegt aðflæði af frjókorni byrjar.

Það er erfðafræðilegur munur á getu býfl. til vetrunar, en það er óvíst hvaða ákveðin einkenni eru tengd við þennan mun. Munurinn liggur örugglega í undirtegundum. Í Þýsku svörtu bf.(dökku) í Norður-Evrópu (A. mellifera mellifera) hefur bestu vetrunar lifun allra annarra evrópskra stofna. Býfl.þessa stofns, hins vegar, er erfitt að venja við ræktun (að þörfum mannskepnunnar ). Meðal „ræktaðra“ stofna lifa Carniolan (A. M. carnica) og Mið-Evrópu Caucasian (A. M. caucasica) bú betur af vetrun en Ítölsku bf. (A. mellifera ligustica).

􀁹 Ræktun hefur stofnbreytt náttúrulegum (villtum) stofnum. Þar af leiðandi er býfl. sem að útlit líkist ‘Ítalskri’ eða ‘Carniolan’ þarf ekki að vetrast eins vel og hvor stofninn fyrir sig ætti að gera. Þegar þú kaupir drottningu ættir þú alltaf að líta framhjá útlitslegum eiginleikum, en í staðinn, velja á grundvelli sannaðrar reynslu við aðstæður þínar.

Það er einnig breytileiki innan stofna. Þessi breytileiki er notaður við drottningaræktun til að betrumbæta vetrun. Til merkis um þetta er verk býræktandans Everett Hastings (Birch Hills, Saskatchewan). Eftir 1940 fékk Hastings það sem eftir var af Mountain Grey Caucasian stofninum sem upphaflega var fluttur frá Rússlandi til Bandaríkjanna snemma á 20. öldinni. Eftir margra ára úrval þessa stofns eftir harða vetur við hans aðstæður, tók hann að blanda þeim við carniolan stofn árið 1963. Þessi blandaði stofn var valin til að vera mjög vetrar þolinn og fram úr hófi afkastamikill á gresjunum. Þó stofni hans sé ekki lengur haldið við hefur stofninn verið blandað inn í ræktun víðsvegar um allan heim, ekki síst í New World Carniolan stofnsins í Ohio. Þessar bf. nota minna hunang að vetri, hafa stærri bú að vori og hafa hærra hlutfall vetrarlifunar en venjulegar “Ítalska” drottningar frá California

(Mynd 6).

Magn neytts hunangs (þyngdar tap að vetri), sem hlutfall af búum sem lifa af veturinn og fjölda býfl. í  búi hjá “Ítölskum” drottningum frá Kaliforníu að vori í samanburði við blendinga af “Ítalskra” eðlaðar  við “Hastings Carniolans”. Við allan samanburður báru blendingar yfirburði fyrir vetrun miðað við þær “Ítölsku”, sem bendir til að munurinn var erfðafræðilegur og ríkjandi arfur (frá Szabo 1980)

Meðferð á búum á veturna

Á flestum svæðum Bandaríkjanna og nokkrum hlýjum svæðum Kanada (td í Suður-BC og Ontario) er vetrun einfalt mál:

1) að ganga úr skugga um búin hafi nóg hunang og frjókornaforða,

2) að nota stofn sem hefur aðlagast svæðinu(veðurskilyrðum) og

3) gera ráðstafanir til að raki safnist ekki fyrir í búinu. Á kaldara svæðum, þurfa búin aðra ákveðnari meðferð við vetrun. Þessi       svæði eru stór hluti Kanada, Norðvestur ríkin i austan við Rocky Mountains, Miðvestur ríkin norðan við Kansas og Norðaustur-ríkin       norðan Pennsylvania.

Besta leiðin til hleypa út auka raka frá búi að vetri er með efri inngangi(opi). Þessi inngangur er mjög mikilvægur! Rannsókn frá norðurhluta Alberta, hafa til dæmis sýnt að annaðhvort: 1 x 1,5 cm efra flugop eða borað gat 2,5 cm í þvermál í miðju efri kassans auki stórlega styrk búsins , heilbrigði og minnka neyslu hunangsforðans
(mynd 7)

 

Magn neytts hunangs (þyngdartap að vetri), fjöldi bf. Að vori og nosema smit(þarmasýking)samanborið milli búa með mismunandi flugop: 1) botn og efra flugop, 1 x 1,5 cm hver, 2) botn (1 x 1,5 cm) og efst (2,5 cm þvermál í miðju 2. kassans), 3) botn og hlið (1 x 1,5 cm hvor) og 4) að fullu opinn flugop neðst og ekki op efst (frá Szabo 1982). Mismunandi bókstafir þýða að meðaltöl voru verulega mismunandi

Á kaldari svæðum N. Ameríku gagnast búum af eh skjóli. Það eru tvær algengar aðferðir til að vernda bú sem vetruð eru utandyra. Fyrsta felst í umbúðum úr svörtum vindheldum tvöföldu efni(sól hula). Svarta yfirborð „sólar hulan“ hitar búið á sólríkum vetrardögum og valda því að klasinn getur sundrast vegna hitnunar inni í búinu við lægri umhverfishita en þeim er eðlislægur. Klæðningin voru jafnan heimatilbúnar úr tjöru-pappír eða þakefni, eru iðnaðar framleiddur vaxpappi nú að verða algengari. Önnur aðferð felst í einangrandi umbúðum um búin (einangruð hula). Þessi hula hjálpa búunum að halda hita þegar hiti er mjög lágur, en koma í veg fyrir búin hitni á sólríkum dögum.

Hvaða tegund af umbúðum sem þú ættir að nota fer eftir hvar þú býrð. Sólar hula eykur framleiðni búa á sumum stöðum með tiltölulega mildan vetur. Rannsókn frá Ísrael, hafa til dæmis sýnt að bú sem voru hulin með svörtu plast tjaldi náðu upp ungviði(hitastigi) mánuði áður en bú máluð hvít tvöfölduðu hunangs framleiðslu sína í fyrstu hunang aðflæði í mars

(mynd 8).

Magn hunang safnað frá búum í Ísrael við fyrstu hunangssöfnun (Mars) ef kúpurnar voru málaðar hvítar                                          eða huldar svörtu plasttjaldi

Hefðbundnar sólar hulur standa sig einnig vel í tiltölulega kaldara loftslagi. Besta leiðin til að vetra búin í Minnesota, til dæmis, er einu 3 kassar með sólar hulu (tjöru pappír) frekar en að einangra 2 kassa bú í 4 búa einingum

(mynd 9).

Mynd 9. Hundraðshluti lífslíkur og framleiðni búa vetruðum með fjórum mismunandi aðferðum: pakkningum af fjórum búum pakkað saman með einangrandi hulu, sem voru annað hvort 2 (INS-2) eða 3 (INS-3) kassar á stærð eða stökum búum sólar hulu í 2 (SOL-2) eða 3 (SOL-3) kössum. Framleiðni = (fjöldi lifandi búa eftir vetur) x (Meðaltal hunangs framleiðsla móðurbúanna + meðaltal hunangs framleiðsla afleggjaranna)

Sólar hula, eru hins vegar, ekki notuð við erfiðustu aðstæður á gresjum Kanada. Þótt fjöldi rannsókna á þessu svæði hafa komist að þeirri niðurstöðu að einangra 4 bú í einingu

(mynd 10)

Mynd 10. The Peer 4-Pakki frá Saskatchewan samanstendur af fjórum
tveggja kassa búum er ýtt saman og umbúðir í svarta plast sem innihalda
R-12 batt einangrun. Þakið inniheldur R-20 batta plasteinangrun til
Að koma í veg fyrir blota. Þakið er krossviður og efri inngangur eru fest
með trékubbum.

sína klárlega betri lifun en sólar hula um bú á 2 kössum, er mér ekki kunnugt um samanburður á 4 búa 2 kassa einingum borið saman við 3 kassaeiningu í sólar hulu. Hugsanlega gætu 3 kassa bú umvafin sólar hulu virkað vel á gresjunum, einkum með sífellt hlýrri vetrum.

Bú einnig vetruð innanhúss

(Mynd 11)

 

Bygging fyrir innanhús vetrun búa, myndin tekin þegar er
verið að flytja búinn inn. Takið eftir hringrásarkerfi loftræstingar
vifta og röra í lofti og köldu inntaki loft með ljósgildru á hægri
veggnum. Þessi bygging tekur um 1.000 eins kassa bú og er
rekið af Jack og Dorathee Cage

í hita stjórnuðum byggingum. Innanhúss vetrun eru aðeins stundaðar á gresjum Kanada,í Quebec og í Maritime umdæmi. Búins eru oftast flutt inn þegar dagshiti er undir frostmarki (oftast í lok október á gresjunum). Búin eru geymd inni í 5 6 mánuði. Sumir býflugnabændur vetra nokkur þúsund bú í sömu byggingu.

Eins og ég nefndi fyrr greininni, vetrast búin best við 5°C. Að halda hitastigi byggingar við 5°C er erfitt vegna þess að: 1)búin gefa frá sér hita og 2) útihitastig sveiflast. Í lok haust hita búin meira frá sér en þarf til að halda hita í 5°C. Ofgnótt hita er fjarlægður með útblæstri heita loftsins í geymslunni og skipta um það með köldu útilofti. Þessu lofti er blásið út með hitastýrðum viftum. Útblásturinn fjarlægir einnig koltvísýring og raka sem hvorutveggja er býfl. hættulegur í miklu magni. Útblástursviftur eru yfirleitt bundnar inn hringrásar kerfi sem tryggir að loft færist jafnt í byggingunni

(mynd.12)

Mynd 12. Einfölduð skissa af loftræstingu, útblástur og upphitunar kerfi notað í vetrunarbyggingum. Taktu eftir að öll útblástursrör eru búin ljósgildrur til að tryggja að ekkert ljós fari inn í bygginguna. Þó að ljósin trufla vetrun bf inni nota bf.bændur , fyrir reglubundið eftirlit, rautt ljós, sem er býfl. ósýnilegt. Hringrásarviftur og rásir tryggja að loft í húsinu er vel blandað. Hitari er einungis notaður þegar úti hitastigið er svo lágt að hiti myndaður af búunum getur ekki lengur halda hita á 5 ° C.

Þegar útihitastig er mjög lágt gefa búin frá sér rétt nægilegan hita til að viðhalda innihitastiginu um 5 ° C, við þessar aðstæður eru útblásturs viftunum lokað. Til að koma í veg fyrir að koltvísýringur og raki hækki, er viðhaldið lágum útblæstri til að tryggja rétt nógu af fersku lofti er blásið inn. það er vandasamt verk að stilla kerfið þannig að það geti að halda loftinu fersku og hita stöðugum). Því ég hvet þig til að ráðfæra sig við sérfræðing áður en þú byrjar framkvæmdir. Ef hitastigið lækkar enn er varahitabúnaður notaður til að hita upp bygginguna. í hlýrri loftslagi, svo sem í Quebec, er kælikerfi í byggingum þegar hitastig hækkar að vori.
mynd 13)

Vetrarloftræsting f vetrun búa innanhúss. Dæmi. Hvert bú gefur frá sér 3-10 g
af raka / klst og 8-28 wött af hita.Ímyndið ykkur að við flytjum inn 1 kg af
útilofti inn í bygginguna. Þetta loft er -25°C og 100% rakamettað(RM) og
inniheldur því aðeins 0,4g af raka(munið að kalt loft inniheldur ekki mikinn raka).
Þegar þetta eina kg af útilofti er fært inn í bygginguna þar sem lofthiti er 5°C
(60% RM) getur það nú borið 3,4 g af raka. Þannig að fyrir hvert kg af 5°C heitu
innilofti sem blásið er út þá tapast 3g af raka. Til að flytja þessi 3g/kg af raka
þarf 0,25 l/s af lofti að blása út. Ef við flytjum þetta magn af köldu lofti inn í
bygginguna verðum við að framleiða 13 w 7bú til að halda innihita 5°C. Við töpum
einnig 4 w af hita gegnum veggi byggingarinnar, þannig að við þurfum 13+4 =17 w
til að halda hitastiginu 5°C. Látum okkur segja að búin framleiði bara 12 w.
Þá þurfum við önnur 5 w / bú frá hitagjafanum.

 

http://www.capabees.com/main/files/pdf/winteringpdf.pdf

sjá einnig

http://www.capabees.com/main/files/pdf/Ch10FallandWinter.pdf

Varmafræði býflugnabúa að vetri

https://www.beesource.com/threads/the-thermology-of-wintering-honey-bee-colonies-support-material.365934/#fig7/

Hafa samband