Samantekt: Egill R. Sigurgeirsson www.byflugur.is. Endurröðun og lagfæringar Úlfur Óskarsson.
Hvað þarf til þess að gerast býflugnabóndi ?
Að gerast félagi í Bý er skilyrði þess að fá keyptar býflugur í gegnum félagið. Sjá Lög Bý á heimasíðu félagsins.
Persónueiginleikar býflugnabóndans
Fræðilegir og verklegir þættir:
Býflugnaræktandi verður að kynna sér vel býflugur bæði líf þeirra, líffærafræði og hvernig á að annast þær.
Sjálfar býflugurnar hefur verið erfiðasti hjallinn hér á Íslandi. Það hefur gengið betur eftir að víð höfum komumst í samband við býflugnabónda á Álandseyjum(Finnland) sem selur okkur s.k. býpakka (package bees; skoðið http://www.youtube.com/watch?v=Ek7dDtZ0lK8&feature=related).
Líklega er best að byrja með tvö bú vegna hættu á vetrarafföllum. Ef maður byrjar með eitt og það drepst þá er allt unnið fyrir gýg það árið. Með tveimur búum er hægt að auðvelda afkomu annars búsins ef það er veiklað eða minnkar. Ef áhugi er fyrir og kunnátta eykst þá getur hver og einn fjölgað búunum eftir vilja og þörfum með afleggjurum.
Hinir ytri áhrifaþættir
Á Íslandi er hægt að vera með býflugur á flestum stöðum, þó verða að komast býflugur í blóm að vori til hausts. Mikilvægustu plönturnar eru víðir, túnfífill, hvítsmári, beitilyng auk berjategunda eins og bláberja. Þegar þessar plöntur eru ekki til staðar í nægu magni er hægt að flytja búin frá einum stað til annars við blómgun þessara tegunda.
Vinnusamar og gæfar býflugur
Til að býflugnarækt geti orðið gleði verða;
Fjárhagslegir þættir
Byrjunarkostnaður er þó nokkuð hár fyrir býflugur rækt hér á landi. Ef við hugsum okkur samfélag og kassi með þaki, fóðurtrogi og botni kosti um 85 þús. kr og ef þetta bú gefur 10 kg. af hunangi að hausti og meðalverð á kíló er um 20 þús. kr. og allt hunangið selst þá hefur búið gefið 250 þús. Ef hunangsframleiðslan verður eitthvað meiri hækka tekjurnar. Hér er reyndar ekki reiknað með annarri fjárfestingu, vöxtum eða vinnulaunum.
Matvælastofnun og yfirdýralæknir hafa forgöngu um leyfisveitingu fyrir innflutningi á býflugur og Býflugnaræktunarfélag Íslands hefur undanfarin 15 ár flutt inn býflugur fyrir félagsmenn Bý. Einkaaðilar geta flutt inn býflugur að tilskyldum leyfum frá MAST.
Kúpur
Að minnsta kosti þarf 3, helst 5 kassa þarf fyrir hvert bú til að vera nokkuð öruggur að flugurnar hafi nægjanlegt rými. Með hverju búi þarf að fylgja botn og þak (það er að vísu hægt að smíða sjálfur). Undanfarin ár hafa kúpur verið fluttar frá útlöndum og er rekin lítil verslun með býræktarvörur hér á landi. Nærri 100% kúputegundar er 3/4 Langstroth og best er að eiga bara sömu stærðina af kössum og römmum svo allt passi nú saman. Nútíma kúpur eru hannaðar að miklu leyti með þarfir býræktendans í huga, að létta vinnu hans og nútíma býrækt sinnir þörfum býflugnanna minna en hugsanlega er þörf á.
„Langstroth uppstöflunarkúpur“, trékassar t.v. og polystyren einingar t.h. Sýnt er inn í trékassana á teikningunni og þar sést í rammana. Venjulega eru grynnri kassagerðirnar notaðar hérlendis. Polystyren kassana þarf að mála á ytra byrði til að sólarljós nái síður að skemma þá, en trékassarnir eru fúavarðir, nema þeir séu gerðir út viði með náttúrulega fúavörn.
Býkúpur
Margar kúpu tegundir eru til, það eru s.v. kallaðar;
Trogkúpur eru trékistur með hallandi þaki. Í botni þeirra er oftast fastur trékassi í ákveðinni stærð fyrir allt að 22 ramma. Ofan á þetta er síðan hægt að setja safnkistur (kassa) á fleiri hæðum eftir þörfum búsins þó þannig að hægt er að loka búinu. Það er þekkt að býflugurnar vetrist vel í þess konar kúpum.
Búkkar undir býkúpurnar er heppilegt að nota ef skjól er gott. Hér eru einfaldir slíkir smíðaðir úr gömlu pallaefni. Fæturnir verða að geta borið meira en 100 kg ef búið er stórt og fullt af hunangi.
Innviðir kúpunnar
Rammar
Í býkúpu eru lausir rammar sem hægt er að flytja og lyfta. Þessir rammar eru gerðir úr tré með vax/plastmilliplötu eða plastrammar (sem eru penslaðir með vaxi) og býflugur byggja síðan sín vaxhólf á. Auðvitað er hver kúputegund einungis gerð fyrir eina stærð af römmum. Við höfum mest verið með ¾ Langstroth einnig er nokkuð til af Norskum kössum í landinu. Breidd efrihluta hliðarlistanna á Hofmanrömmum er venjulega 34-36 mm til að nægt rými fáist fyrir býgötuna (sem er það svæði milli vaxkakanna sem býflugurnar hreyfa sig frjálst um).
Rammar eru til í óteljandi fjölda af stærðum og má segja að hvert land hefur sín einkenni varðandi stærð. Í Svíþjóð er Lågnormal og Svea algengir. Norski í Noregi . 10x12 í Danmörku. Landstroth ramminn er þó vinsælastur sérlega hjá býflugnabændum sem eru með meira en eh hundruð bú, en einnig er Dadant ramminn þekktur.
Ramminn er venjulega 10mm. á þykkt og langheppilegast er að hafa sömu tegund af kúpum og þ.a.l. römmum, það auðveldar starf býflugnabóndans. Annaðhvort stendur búið þannig á botninum að rammarnir standa þvert eða langsum á flugopið, en það er talið að við langsum stöðu loftræsti betur um rammana og er það líklega heppilegra þar sem býflugur byggja oftast sjálfar þannig.
Drottningargrind
Drottningargrind nota margir á milli kassans með ungviðinu í og safnkassans fyrir ofan þetta til að koma í veg fyrir að drottningin verpi í ramma í safnkassanum sem eru hugsaðir til hunangssöfnunar. Drottningin sjálf kemst ekki í gegnum þessa grind vegna stærðar en þernurnar sem eru minni komast í gegnum. Þetta þykir almennt óheppileg og gamaldags aðferð. Eðlilegra þykir að drottningin sjálf ákveði hvar best er að verpa því allt sem hindrar eðli og starf þeirra inni í búinu letur þær. Fyrr eða síðar hættir drottningin að verpa eggjum þannig að allir rammar með hunangi í er hægt að taka og slengja síðsumars eða á haustin.
Fóðrarar
Að öðru leyti tilheyrir býkúpunni einhverskonar fóðrari (fóðurtrog; fóðurkassi) og eru til margskonar útgáfur af því.
Klæðnaður
Samfesting verður að kaupa heppilegast m áfastri slæðu/hatti (sjá mynd). Nauðsynlegt er að býflugnagallinn sé þægilega rúmur og þrengi ekki að. Býflugnagallar eru hvítir en talið er að dökkir litir ergi býflugurnar.
Einnig er að nefna hatt og net sem býflugnabændur bera á höfði og nær netið niður á axlir og er það til í mörgum útgáfum. Maður þarf að vera vel skóaður, helst í stígvélum þar sem hægt er að setja skálmarnar ofaní, þannig að býflugur sem detta á jörðina skríði ekki undir gallann.
Hanskar eru einnig nauðsynlegir a.m.k. fyrir óvana -þeir mega hins vegar verið nokkuð þröngir annars flækjast þeir bara fyrir; verða að vera uppháir og bestir eru þeir sem eru úr dýrahúð svo sem geita/kindaskinn. Býflugnahanskar þurfa að vera þunnir en þó heldir á móti stungum.
Kúp-bein
Skafa (sjá mynd) er einnig nauðsynleg og eru þær af ýmsum gerðum, kallast lítið kúbein í byggingarvöruverslunum.
Ósarinn
Er mest notaða tækið við býflugur rækt, hann er járnílát með blásturbelg sem blæs lofti inní járnhólkinn þar sem kveikt er t.d. í spóni, þurrum hestaskít, mosa, morknu tré eða öðru
sem glóir vel, til að blása reyk á býflugur, en það ber að forðast unna trévörur sem brennsluefni vegna hugsanlegra eiturefna í reyknum. Reykurinn sem blásið er á býflugur róar þær, þær telja að um skógareld sé að ræða (þar sem þær eru skógardýr) og undirbúa sig fyrir skógareld, fylla sig af hunangi og bíða átekta. Það má þó ekki blása of miklum reyk, verður að vera hóflegt, allt eftir þörfum hvers bús til að róa þær. Maður byrjar á því að ósa léttilega inn um flugopið nokkrum mínútum áður en maður opnar þakið og þá ósar maður aðeins ofan í búið og með rólegum hreyfingum byrjar maður að skoða búið og athuga allt sem þörf er á.
Bursti
Bursti er einnig nauðsynlegt tæki til að fjarlægja býflugur af römmunum við hunangstekjuna.
Fræðsluefni
Fjöldinn allur af bókum hefur verið skrifaður um efnið og nauðsynlegt er að eignast minnst eina góða bók þar um. Margar koma þar við sögu og sú umfangsmesta sem ég hef séð er bókin -The Hive and the Honey Bee- útgefin af Dadant. Þetta er fyrst og fremst fræðibók sem er þó ótrúlega skemmtileg aflestrar. Beekeeping For Dummies kostar mun minna, þessi bók er virkilega góð fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í býflugnarækt og er eiginlega ómissandi. Einnig er mikið efni til á netinu alveg ókeypis og á www.youtube.com undir beekeeping eru fullt af upptökum um handhæg atriði býflugnaræktar.
Íslensk rás er einnig á @byflugur
og á @Isbyflugur
"Beekeeping for all" eftir Abbé Wareé er gagnleg kennslubók í býflugnarækt sem þið finnið hér: http://warre.biobees.com/
Staðsetning búa
Mjög mikilvægt er að velja góða staðsetningu fyrir búin þar sem skjólgott er og ekki vindasamt, þar sem ekki safnast saman vatn eða raki og best er að vera með þéttan skógargróður allt um kring eða 2 m háa skjólgirðingu.
Aðgengi að vatni
Þar sem langt er í vatn er nauðsynlegt að útbúa einhverskonar drykkjarílát og þá má nota lágan vatnsbala með lagi af mosa,
greinum eða grasi svo býflugur drukkni ekki í vatninu.
Seinni hluti vetrar er -allt gert klárt áður en býflugnavinnan hefst. Allur búnaður er hreinsaður, kassar þvegnir með grænsápu eða með Virkon.S. Rammarnir þvegnir, þræðir strekktir, vax skoðað og nýtt vax sett í ramma í staðinn fyrir mjög gamalt vax. Umhirðu-eyðublöð eru prentuð út.
Fyrir 1. apríl:
Bú sem geymd hafa verið inni allan veturinn:
Hér er viss vandi á höndum en það er hvenær á að setja búinn út!
Þegar útihitastig er um 10°C og von er á áframhaldandi “góðu” veðri ætti að vera óhætt að flytja búin út. Um leið ætti að setja nýja hreina botna undir búin og loka þá netbotninum til að bæta einangrunina og minnka flugopið til að minka loftstreymið . Einnig mætti klæða búið með annarri einangrun s.s. einangrunarplasti eða steinull og utanum hana plast svo hún verði ekki rök og kæli búið óþarflega. Við þessar tilfærslur koma flugurnar eflaust út og líklegar þau bú sem eru í mestri hættu hvað varðar fjölda flugna í búinu (þau smæstu) og þar sem fóður er af skornum skammti. Þessum búum þarf að fylgjast sérlega vel með og hugsanlega fóðra með sykurvatni ef búin eru létt. Best er þó að bæta við hunangsrömmum næst klasanum. Ef hitamælir hefur verið í búinu um veturinn og hitastig helst óbreytt er óhætt að bíða sem lengst ef veður eru óviss og hitastig í því rými sem búin eru geymd í helst stöðugt. Ef aftur á móti hitastig fer hækkandi í búinu eða í geymslunni þarf búið líklega að komast fyrr út.
Hreinsunarflug
Þegar hlýnar í veðri á útmánuðum, við (u.þ.b. 10-12°C), fljúga býflugurnar út og skíta oftast á flugi. Skítinn má oft sjá á hvítlökkuðum bílum, hvítum þvotti eða á öðrum ljósum glansandi hlutum úti við, jafnvel í snjó ef þar sem hann liggur enn. Þær skíta sem sagt ekkert allan veturinn en losa sig um leið og veður leyfir. Ef vor eru köld og löng og ekki er flugveður þá er aukin hætta á því að þær skíti inni og valdi þar mengunarslysi og getur búið drepist af þessum orsökum (myglu m.a.). Einnig geta þær skitið inni í búinu ef þær verða fyrir miklu ónæði t.d. verið sé að fikta í búunum, greinar sláist utan í búin í vindi eða eitthvað þess háttar.
Vorskoðun þar að fara fram í björtu og lygnu veðri með yfir 10-12°C hita. Skoðunin þarf að vera stutt og fara gætilega fram til að trufla býflugurnar eins lítið og mögulegt er.
Er búið lifandi? Leitið eftir hita undir lokinu. Mikill hiti- stórt bú. Hlustið eftir suði í býflugunum. Ef bú er dautt þarf að greina/skilja ástæðu þess- er fóðrið búið eða var það of langt frá klasanum, skitu flugurnar inni í búinu (sést sem brúnir flekkir á römmunum), var klasinn of lítill til að halda hita. Nota má hreina góða fóðurramma úr þessum búum í þau bú sem lifa. Flest bú sem drepast gera það vegna smæðar þ.e. hafa ekki nægilegan fjölda býflugna sem þarf til að halda hita m.v. aðstæður. Einnig þau bú sem aldrei hafa komist í vetrarhvíld vegna truflunar utan frá, s.s. ræktandinn hefur verið að skakast í búinu á einn eða annan hátt og búið því ekki fengið þann frið og ró sem þarf til.
Oftast situr klasinn efst í búinu. Í þessari skoðun er maður að meta hvort búið hafi lifað af og fá tilfinningu fyrir hversu sterkt það er.
Maður lyftir af loki/þaki og allt sem hylur ofan frá. Ósar lítillega ofan á býflugurnar
Þegar maður skoðar ofan í búið reynir maður að gera sér grein fyrir eftirfarandi:
Maður lyftir varlega upp ysta rammanum sem er ekki með býflugum, á annarri langhliðinni.
Hvernig lítur ramminn út
Maður lyftir 1-2 römmum upp í viðbót, sem eru ekki með flugum og setur þá við hliðina á kúpunni og skoðar þá á sama hátt og ofan. Næstu ramma sem á sitjandi býflugum flytur maður einn og einn yfir til hliðarinnar sem nú er tóm, skoðar niður á milli rammana, dregur þá til en lyftir þeim ekki upp.
Maður lyftir 1-2 römmum upp í viðbót, sem eru ekki með flugum og setur þá við hliðina á kúpunni og skoðar þá á sama hátt og ofan. Næstu ramma sem á sitjandi býflugum flytur maður einn og einn yfir til hliðarinnar sem nú er tóm, skoðar niður á milli rammana, dregur þá til en lyftir þeim ekki upp.
Um leið og maður lyftir kössunum, metur maður gróflega hvernig birgðastaðan er í búinu út frá þyngd búsins. Svona snemma árs er mikilvægt að vera ekki að róta lengi í búinu vegna hættu á ofkælingu. Skynsamlegt er að minnka plássið í búinu með því að fjarlægja ramma sem ekki eru flugur á og fylla plássið með einangruðum millirömmum. Myglaðir og ljótir rammar yst eru tekin út. Hvort flugurnar hafi 1 eða 2 kassa, skiptir minna máli. Þær munu á þessum tíma halda sig í efsta kassanum og það er hér sem maður minnkar inn á plássið. Þeir sem kjósa að láta búið hafa 2 kassa verða samt að sjá til þess að rammarnir í neðri kassanum séu í lagi. Ef búið er létt er gott að setja til þeirra ramma fulla af hunangi eða sykurlegi og gjarnan með frjókornum í. Á þessum tíma er óþarfi og beinlínis skaðlegt að fara í að kryfja búið til að leita uppi drottningu og ungviði. Það er of mikil hætta á ofkælingu og sennilega lítið hægt að gera í stöðunni.
Eru tómir fóðurrammar í búinu ? Ef svo er, flytjið fulla ramma næst ungviðaklasanum eða setjið fóðurramma sem þið eigið frá því í fyrra í stað þeirra tómu. Sérlega mikilvægt að setja ramma með frjókorni í sem næst ungviðarömmunum. Ef búið situr á fleiri kössum skoðið þá alla á svipaðan hátt ef veður leyfir- þetta er líka hægt að gera við seinna tilfelli.
Ef margir tómir rammar eru í búinu er óvitlaust að þrengja að þeim með því að taka burtu alla tóma ramma og þá
sem lítið fóður er í og fjarlægja 1 kassann. Ef búið hefur setið á 3-4 kössum í vetur og allir rammar eru sneisafullir
af fóðri og ungviði þá er óvitlaust að taka 1 kassa (10 ramma) fullan af fóðri frá þeim og eiga til mögru áranna.
Þetta hjálpar þeim að halda hærri hita í kúpunni. Verið bara viss um að búið hafi nægan forða eftir –ca 15 kg.
Til að laga fóðurstöðuna í vorskoðuninni má setja ¼-½ kg af frjódegi (sojadeig) ofan á efstu rammana. Einnig má setja sykurdeig eða sykurvatn í trog inn í búið. Frjódeigið er ríkt af prótínum sem er mikilvægt fyrir ungviði og takmarkandi þáttur á varpi drottningar. Sumarið byrjar seint á okkar slóðum og hætta á löngum innisetum vegna veðurs. Það er nauðsynlegt að þrýsta vel á deigið til að hægt sé að koma þakplötunni fyrir á eftir. Ofan á deigið leggur maður plastfilmu til að deigið þorni ekki. Eftir eina viku er lokinu lyft af og ef deigið er búið gefur maður annan og stærri skammt.
Eftir fyrstu vorskoðun í apríl-maí er allt í lagi að bíða með næstu skoðun í nokkrar vikur, ef allt hefur litið vel út, en síðan þegar fer að hlýna og býflugurnar eru á fullu að sækja heim bæði blómsafa og frjókorn, þá á að kíkja í búið u.þ.b. vikulega eða a.m.k. aðra hverja viku.
Hreinn botn settur undir búið:
Takið með hreinan botn og þak til að setja búið á.
Eftir langan vetur er mikið af dauðum flugum og rusl á plötunni. Best er að lyfta allri einingu búsins til hliðar í einu lagi. Þá er sett hreinn botn í stað þess gamla og kössunum síðan lyft til baka. Gamla botninn er skafinn vandlega og síðan þveginn með sápu og vatni. Gott er að láta brettið síðan til þerris í sólinni þar sem sólgeislar virka sýklaeyðandi.
Fyrsta sumarskoðun fer fram í góðu veðri í maí-júní þegar hiti er meiri en 15°C í skugga.
Tilgangur skoðunar í búin snemmsumars og yfir sumartímann er að athuga hvort nýliðun er næg í búinu (egg og ungviði), hver fóðurstaðan er (hunang/sykur og frjókorn) og hvort nægt rými er í búinu fyrir nýbyggingar, varp og söfnun. Einnig er mikilvægt að fylgjast með hvort uppeldi nýrra drottninga er hafið í búinu, en það getur verið vísbending um að búið ætli að sverma, en það viljum við ekki.
Yfir sumarið er skoðað í búinn á 7-9 daga fresti.
Endurteknar skoðanir í júní-júlí
...Og júlí- ágúst
Tékklisti fyrir sumarið
Það sem maður hefur í huga í skoðun
Og alltaf að fylla út í umönnunar-eyðublað fyrir hvert bú eftir hverja skoðun
Vinnulag við skoðun
Þegar skoðað er í búin er heppilegast að gera það þegar býflugurnar eru rólegar og sem flestar úti að sækja björg í bú. Það gerist venjulega milli 10-14 á daginn. Hiti þarf helst að vera hærri en 15°C og lygnt. Ef skoðað er í kaldara veðri/rigningu verður búið bæði árásargjarnara, hætta er á að ungviðið kælist og jafnvel drepist. Búið róast venjulega á nokkrum tímum til sólahring eftir inngrip. Árásargjörn bú eru reyndar oft "pirruð" í marga daga eftir skoðun.
Ágætt er að skrifa niður fyrir fram hvað maður ætlar að gera í sambandi við inngripið til að vera skipulagður í skoðuninni.
Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir hve mikið fóður er í búnu í hvert sinn sem skoðað er og aldrei ætti að minna en 5 kg eða 2-3 rammar fullir af fóðri.
Í hvert sinn sem kíkt er í búið þarf að skoða vandlega stærð búsins- hve mörgum römmum það situr á, plássið- hvort það sé of mikið, eða of lítið, það þarf að telja ramma með ungviði, hvort ungviðið sé lagt þétt og í reglulegu svæði milli og innan ramma,svona eins og amerískur fótbolti lítur út. Mikilvægt er að skrá allt hjá sér á umhirðu-eyðublöð.
Það ber að fylgjast vel með magni ungviðis, það verður að reyna að áætla hvenær ungviðið skríður út úr hólfunum því fullur rammi af ungviði í hólfum þekur sem fullvaxta flugur 3 ramma, þessu verður að gera ráð fyrir.
Í rannsóknum hefur komið fram að samfélög sem höfð eru á nýju vaxi (ekki svörtu og mikið notuðu)hafa stærri svæði af ungviði og þyngri nýútskriðnar ungflugur . Heildarlifun ungviðis var þó betra úr gömlum vaxkökum. En nýtt vax hefur þó á heildina betri áhrif á heilsu og fjölgun býflugna. Þetta sýnir mikilvægi þess að fjarlægja gamlar vaxkökur.
Í hagkvæmri býrækt er ætlast til að bú sem kemur undan vetri fái að byggja í það minnsta 20 nýja vaxramma í maí-júní. Með þessu fær býræktandinn heilbrigðari bf og meiri hunangsuppskeru. Þetta letur einnig svermmyndun því hver svermur þýðir hunangs tap upp á 15-20 kg í það minnsta.
Fóðrun með frjódegi: maí -júní
Hvenær þarf að bæta við nýjum kassa?
Þumalputtaregla er að ef að 2/3 af yfirborði efsta kassans er þakinn flugum, ofan frá séð, þá þurfa þær nýjan kassa. Önnur regla er að ef ungviði finnst í 7 af 10 römmum kassans þarf að setja nýjan safnkassa á.
Varast ber að setja nýjan kassa of fljótt, því þá eykst rúmmálið sem þær þurfa að halda heitu og það getur jafnvel dregið úr varpi drottningar.
Í Svíþjóð hafa menn þó borið saman bú sem fá alla sína kassa(4-5) ofan á að vori og sett er 1 dagblaðssíða á milli (stungin nokkur göt í dagblaðssíðu með penna) miðað við bú sem fá sína kassa 1 og 1 eftir því sem býræktandinn telur þörf á þá stækka búin hraðar og gefa þau bú meira hunang ef þau fá alla kassana strax. Það er spurning hvor hægt sé að heimfæra þessa aðferð upp á íslenskt veðurfar en stóra vandamálið hefur verið smæð þeirra búa sem lifað hafa af veturinn hér á landi.
Bú sem er á 2 kössum þyrfti að fá 3ja kassann skv. reglunni að ofan (2/3 eða 7/10), svo fremi að neðri kassinn sé ekki tómur af býflugum og lirfum.
Sumir vilja setja drottningargrind milli annars og þriðja kassa, sem er með rifum sem gerir þernunum kleyft að komast í gegn en ekki drottningunni, þannig að það sé engin möguleiki á að drottningin verpi í þriðja kassann.Ég hef þá skoðun að það sé heppilegast fyrir drottninguna að hafa eins mikið frjálsræði eins og hægt er og hún verpi þar sem hún vill og það hafi betri áhrif á búið.
Þetta gildir þó ekki ef maður ætlar að losa sig við kassa eða ramma sem við viljum ekki að dr. leggi í áfram að þá getum við fært slíka kassa eða rammana upp fyrir drottningargrind svo að hægt sé að taka þá frá þegar flugurnar hafa skriðið út eða um haustið.
Stærð búsins ræðst af mörgum þáttum.
Drottning getur dalað í varpi m.a. vegna aldurs en þá ákveða þernurnar oftast að ala upp nýja drottningu en sú gamla heldur áfram varpi þar til sú nýja hefur hafið varp. Þetta er svokölluð hljóðlát hallarbylting, þá byggja þernurnar oftast 1-2 drottningarhólf oftast á hliðum ungviðaramma.
Druntarammi
Það hefur góð áhrif á búið að hafa a.m.k. 1 ramma (2 í stórum búum) þar sem drottningin getur verpt drunta eggjum og þá er stundum settur tómur rammi án nokkurs milliveggjar í mitt búið (ungviðisins), eða með smá rönd af vax-millivegg efst, þar sem býflugurnar fá að byggja að eigin eðlisávísun. Það verður að hafa aðeins rýmra (3-4 mm.) á hvorri hlið fyrir þann ramma því druntahólfin eru dýpri. Ef býflugna eru byrjaðar að byggja druntahólf milli ramma (hæða) eða undir neðstu römmum, er nauðsyn að setja drunta ramma til þeirra.
Ef þetta er ekki gert byggja býflugur druntahólf á öllum mögulegum og ómögulegum stöðum til óþurftar fyrir býræktandann.
Of lítil bú
Lítið samfélag sem á sér varla lífsvon er einungis hægt að redda með því að auka býflugna fjöldann. Hægt er að gera það á tvo vegu.
Ef síðan drottningin sýnir merki lélegs varps er hægt að skipta á henni og nýrri.
Sameining búa Hvenær sameinar maður búin? Það er mikilvægt að sameining fari fram áður en varp dr. minnkar að hausti.
Venjulega er drottning fjarlægð og búið látið standa án hennar í 2 tíma áður en maður flytur rammana yfir í nýja búið með þeirri dr sem spara á .
Önnur aðferð við að sameina búið gengur út á að önnur dr er fjarlægð og það bú sett ofan á hitt með dagblaði (1 síðu) á milli, stinga nokkur göt með t.d. með penna, þó ekki það stór að býflugurnar komist strax á milli, heldur verði þær að éta sig á milli. Þessi bú má jafnvel fóðra með sykurvatni sem er 50% sykur og 50% vatn í fóðurkassa/ fötu. þessa fóðrun er hægt að halda áfram með fram að því að búinu berst nægjanlegt af nektar(blómasafa) og frjókornum þannig að ekki sé þörf á viðbótarfóðrun né það blandist í hunangið. Það er þó líklega í lagi að hafa ramma með þurrsykri í búinu allt sumarið. fóðrun hvetur drottninguna til varps en það má þó ekki gefa meira en ca 3 dl. á sólahring annars byrja býflugur að fylla öll klakhólf með sykurvatni.
Í báðum tilfellum er gott að notast við anisolíu (2-3 dropar í 250 ml af vatni), úða yfir með úðabrúsa, þá kæfist öll lykt af búunum og það verði ekki stríð milli þeirra við sameininguna.
Helst á að vinna þetta verk á kvöldin og gott er að fóðra jafnhliða.
Það er mikilvægt að taka hunang úr búunum ekki seinna en í lok ágúst svo búin geti tekið niður allt það fóður (sykurvatn) sem þær þurfa fyrir veturinn.
Varðandi hunangstekju eru þó nokkrir þættir sem verður að hafa í hug
Við hunangstekjuna er farið í gegnum búin og allir rammar með hunangi, sem ekki er ungviði, teknir og í staðinn settir nýlega slengdir rammar, helst með sem mestu frjókorni í og þeir settir sem næst ungviðinu. Yfirleitt er nóg að vetra búin á tveimur kössum (3/4 Langstroth).
Það hefur sýnt sig að ef búið er nægjanlega stórt er mun betri lifun á búum sem vetruð eru á 2-3 kössum en á 1 kassa. Það sem er þó allra mikilvægast er loftræsting búanna að vetri.
Það gerir ekkert til að slatti af flugunum sitji utaná (við flugopið) til að byrja með eftir lok hunangstekju.
Of lítil bú að hausti
Lítil bú verður að sameina á t.d. 2 kössum Langstroth.
Þið veljið þá betri drottninguna (sú sem er fædd síðar t.d. sama sumar-hefur verpt meira –gefið gæfari flugur ) og hafið hana í sínu búi á þeim stað sem búið hefur staðið (þröngvið þeim saman á 1 kassa) –takið búið sem ekki fær að halda sinni drottningu (fjarlægið hana ) setjið dagblað (1 síðu) á milli, stingið nokkur göt á dagblaðið með penna og setjið drottningarlausa búið ofaná og fóðrun ofan á það –það verður að fóðra sameinaða búið strax til að forðast slagsmál.
Umönnun í ágúst -september
Gefið einnig minnst 1 kg af frjódegi
September
Tiltekt og geyma kassa og annað dót á öruggum stað, múshelt
Október-desember
Fóðrun fyrir veturinn
Mikilvægt er að fóðra strax að lokinni hunangstekju frá búunum-annar verða þær mjög órólegar og geta ráðist á minni bú og rænt forða þeirra og drepið drottninguna. Einnig er mikilvægt að fóðra þær áður en kólna fer annars taka þær ekki sykurvatnið niður og geta ekki þurrkað það(með loftræstingu). Ekki má verða tómt í fóðurtroginu(fötunum) því ef þær hafa ekki stöðugan aðgang hætta þær oft að taka fóðrið sérlega ef kólnar i veðri.
Það eru mjög misjafnar skoðanir á því hve mikið fóður þær þurfa –ég gef þeim alltaf 20 kg sykur blandað í vatni (soðnu) eða þar til þær hætta að taka fóður, aldrei ætti að gefa minna en 10 kg og helst ekki minna en 15 kg.
Sykrinum er blandað í sjóðandi vatn (ekki sjóða vatn og sykur saman). 3 kg sykur hrært í 2 l af sjóðheitu vatni gerir um 60% lausn, sem hentar í haustfóðrun (eða 15 kg sykur í 10 l vatn). Það verður að leysa upp allan sykurinn annars sest hann á botninn á fóðurtroginu engum til gagns. Hellið blöndunni varlega í trogið annars er hætta á að býflugur drukkni í rifunni og liggi þar rotnandi, þar til býflugnabóndinn fjarlægi trogið og þrífur.
Tíu lítrar af sykurlausn (60% blanda) geymir um 7,9 kg af sykri. Þess vegna þarf um 19 lítra af blöndunni til að fá 15 kg af sykri og um 25 lítra til að fá 20 kg af sykri.
Ef sykurlögurinn liggur lengi í troginu myndast oft sveppagróður bæði í leginum og á veggjum trogsins –við þessu er einfalt ráð –blandið 1 dl. borðedik í u.þ.b. 10 lítra sykurlagarins sem síðast er settur er í trogið þá hverfur þetta vandamál- býflugurnar bæta örlítið af ediksýru í hunangið einmitt til að það gerji ekki.
Ég hef gert þetta margoft og flugurnar ekki borið skaða af.
Varðandi föturnar sem hvolft er yfir búin er ekki eins nauðsynlegt að leysa upp allan sykurinn því lausnin rennur í gegnum botnfallið. Einnig má kaupa tilbúna sykurblöndu
Okkar stóra vandamál að láta búin lifa af veturinn
Til að lifa af íslenskan vetur þurfa búin eftirfarandi:
Hver er mesta hættan að vetri?
Í plastkössunum sem við notum er minnst einangrun í útveggjunum, þannig að loftrakinn þéttist þar og rennur niður veggina niður á botn. Þakið á að vera það vel einangrandi að þar þéttist enginn raki. Venjuleg lok á búunum eru hins vegar ekki nægjanlega einangrandi og þar getur rakinn þést og lekið niður á vetrarklasann og vetrarfóðrið (hunangsrammana) sem veldur mikilli streitu hjá býflugunum. Mjög mikilvægt að koma í veg fyrir rakamyndun undir þakinu.
Þetta má gera á ýmsan hátt, en auðveldast er að hafa auka einangrun og loftun í þakinu á búunum. Þetta er auðvelt að gera með auka kassa yfir búinu sem er aðskilinn með götuðu plasti frá búinu (eins og venjulega er undir lokinu á búunum). Undir tómann kassa er heft t.d. viskustykki. Ofaní kassann er sett laust sag að u.þ.b. ¾ hluta kassans eða hálmur, sem er sennilega betra. Undir lokið eru settir kubbar eða listar sem lyfta því ca. ½ cm þannig að lofti undir það.
Einnig má smíða trékassa og hafa hann á sama hátt ofan á búinu en bora í hann loftgöt.