Býrækt hófst á Kúbu með komu Spánverja þangað og er talin hafa byrjað um 1764. Kúba var stórútflytjandi af vaxi og 1866 var flutt út 5 miljón pund. 1902 er talið að meira en 82 000 kúpur væru á eyjunni og flestir býræktendur Ameríkanar sem þar bjuggu. 1964 var hunangsframleiðsla þar 3-4 tonn en er nú árið 2018 talin verða um 10 000 tonn frá um 180 000 búum og 2800 býræktendum.
Opinberar tölur sýna að 2021 voru alls um 500 býræktendur í landinu. Með stuðningi stjórnvalda hefur hunangsframleiðsla Kúbu haldið áfram að vaxa, með metútflutningi upp á 8.500 tonn árið 2021, aðallega ætlaður mörkuðum í Vestur-Evrópu, Kanada, Japan, Bahamaeyjum og Martiník. Kúba framleiddi meira en 10.500 tonn af hunangi á síðasta ári, samkvæmt opinberum gögnum.
Verðmæti hunangsútflutnings er meiri en bæði fyrir kaffi og sykur. Árleg fjölgun búa er um 7000/ár vegna aukinnar eftirspurnar.
Fellibylurinn Irma olli miklu tjóni í býrækt í september 2017.
Býræktendur selja sitt hunang til fyrirtækisins Apicuba sem er í eigu stjórnvalda og sér um verslun á hunangi innan og utanlands. Þeir fá þó að halda eftir eh hunangi til eigin nota. Mest af hunanginu er selt til Evrópu sem lífrænt vottað hunang og fást um 3000 evrur fyrir tonnið (420 kr/kg) en er selt á um 2300 kr/kg í Evrópu. Heildar innkoma Kúbu fyrir hunang er um 16 millj evra á ári. Hunang er dýrt fyrir innlenda, 360 g kosta um 220 kr sem eru um 2 dagvinnulaun. Varroa fannst á Kúbu 1996 en býræktendum er meinað að nota nokkur eiturefni í ræktun sinni, mítlinum er haldið í skefjum með að fjarlægja druntaungviði. 2012 fannst litla kúpubjallan (Aethina tumida) þar. Kúbverskar býflugur eru taldar vera blanda af Apis mellifera mellifera, A. m. ligustica, og líklega A. m. iberica með A. m.Caucasica viðbót.
Býræktendur skipta árlega um drottningar enda er stöðugt „sumar“ á Kúbu og varp allan ársins hring.
12 tegundir jurta halda uppi nektarframleiðslu allt árið.
Kúpur sem þeir nota eru líklega af Langstroth tegund. Vax er einnig sent til Apicuba og fá býræktendur vaxmilliveggi í staðinn.