Talið er að jörðin hafi myndast fyrir uþb. 4,6 miljörðum ára. Var í byrjun logandi eldhnöttur sem smámsaman kólnaði og þá tók við tímabil mikilla eldhræringa og veðrabreytinga og með tilstuðlan stjörnuhrapa er ta
lið að fyrstu eindir lífs byrjuðu. Vitað er að ísaldir hafi verið síðustu 2,3 milljarða ára með hlýindaskeiðum á milli.
Þróun skordýra var samhliða þróun blómstrandi jurtategunda sem þurftu hjálp skordýra til að be
ra frjókorn milli plantna af sömu tegund. Fyrir uþb. 150 milljón árum mynduðu þessi skordýr einhvers konar samfélög og fyrir uþb. 100 milljón ára samfélög býflugna sem líktust ættinni Apis.
2006 fannst elsti þekkti steingervingur býflugna í Burma. Hann er af tegundinni Melittosphex burmensis, er um 3 mm og talinn vera 100 millj ára gamall eða 34-45 millj eldri en aðrir þekktir steingervingar.
Á Eystrasaltsströndum baltísku landana fundust steingerðar leifar býflugna steyptar í raf.
Þær eru taldar vera frá hitabeltis tímabili fyrir um 50 milljón árum síðan. Steingerðar býflugur um 25 milljónum ára gamlar fundust í Þýskalandi. Þær líkjast mjög býflugum nútímans en eru þó útdauð tegund.
Á hitabeltissvæðum Asíu hélt þróunin áfram og tvær tegundir Apis komu fram þ.e. A. dorsata og A. florea, þessar tegundir byggðu eina vaxköku á opnu svæði (td undir grein). Þessar tegundir finnast enn á trópískum svæðum Asíu.
Mun seinna koma fram tegundirnar A. cerana og A. mellifera sem byggðu bú sín í holrúmum og með fleiri vaxkökum. Þær þróuðu hæfileikan að lifa í tempraða beltinu
þ.e með hitasveiflur milli sumars og veturs sem krafðist þess að þær mynduðu vetrarklasa og allt sem því tilheyrir : að halda hita á búinu, safna hunangi í nægjanlegu magni til að hafa sem vetrarforða og að ekki þurfa að losa sig við hægðir í allt að 6-8 mánuði. Einnig þróuðust hæfileikinn til samskipta s.s. býflugnadansinn . Þessi þróun er talin hafa átt sér stað fyrir 1 milljónum árum síðan.
Hin greinin hélt áfram vestur og skiptis síðar í 4 greinar eftir landsvæðum(búsetu). A. mellifera mellifera fór þvert yfir Sahara (sem þá var steppa), til Marocko upp til Iberiska tangans. Milli ísalda dreifðust þær yfir alla Evrópu og upp að miðhluta Skandínavíu. A. m. caucasia ríkti yfir landssvæðum suðu af Karabíska hafinu. A. m. carnica á Balkanskaganum og A. m. ligustica á Apenniska (ítalska-)skaganum.
Engar býflugur bárust til Ameríku né Ástralíu enda þær heimsálfur þá skilin frá öðrum áður en býflugurnar hófu búferlaflutning frá Asíu.(Það er spurning hvort þetta sé rétt þar sem ýmsir höfundar tala um upprunalegar býflugur einmitt í Ástralíu)
Elstu merki skordýra hafa fundist í setlögum og eru u.þ.b. 350millj..ára gömul. Nokkru seinna fóru að koma fram blómplöntur og talið er að sú blómaflóra sem afkoma býflugna byggist á sé um 70 millj. ára gömul.
Elstu leifar býflugu fundust í rafi í Eystra Prússlandi og er um 50 millj. ára gömul en þær sem líkjast nútíma alibýflugum mest (Apis synapsis) eru um 30 millj. ára gamlar og fundust í Þýskalandi
Líkastar nútíma alibýflugum eru þó 15 millj.ára gamlar flugur sem fundust í Þýskalandi.
Býfluga í rafi
Ættkvíslin
GENUS APIS- kemur frá hitabeltissvæðinu og að öllum líkindum frá
Indlandi og SA-Asíu, það eru sem sagt fjórar tegundir, (SPECIES)
Engar apis mellifera voru til í Suður og Norður Ameríku, Kyrrahafseyjunum né Ástralíu.
Þegar talað er almennt um býflugur, er átt við hinar „tömdu“ vesturlensku býflugur (Apis mellifera L). Í ströngum skilningi er þetta ekki rétt, því býflugur eru í raun ættkvísl (Apis) og samanstanda af ýmsum tegundum. Eftirfarandi er stutt lýsing á líffræði annarra býflugna. Gegnum allan kaflann verður vísindanafn mismunandi tegunda á latínu notað til að vísa sérstaklega til þeirra. Latneska nafnið samanstendur af tveimur hlutum: fyrsta vísar til ættarinnar og seinna vísar til tegundarinnar. Í sumum tilfellum þegar lesandinn þekkir ættina, styttist það í einn bókstaf, td Apis mellifera, má skrifa sem A. mellifera. Stundum er átt við tegund þá er bætt við þriðja hluta nafnsins á latínu, til dæmis, Apis mellifera ligustica (hin ítalska).
Myndin hér að neðan sýnir nýjustu rannsóknir um þróunarsögu býflugna í milljónum ára talið. A. mellifera skiptist í undirtegundirnar M, C og A (greint út frá mítokondríu DNA) fyrir u.þ.b. 300,000-1,300,000 árum síðan.
Grein M – A. m. mellifera er sú upprunalega tegund sem náði Evrópu.
Grein C rataði á norðurstrandir Miðjarðarhafsins og á þessari grein eru t.d. Ligustica, Carnica, Anatolia og einnig Syrica og Meda. Fyrir um 10 árum fannst undirtegund í Tien Shan fjöllunum í Mið-Asíu sem fékk nafnið A. m. pomonella
Grein A náði Afríku og Arabíska skaganum og hér falla undir t.d.Scutellata, Monticola og Lamarckii, þar sem tegundirnar urðu 25 eftir staðaraðstæðum.
Hin greinin hélt áfram vestur og skiptis síðar í 4 greinar eftir landsvæðum (búsetu). A. mellifera mellifera fór þvert yfir Sahara (sem þá var steppa), til Marocko upp til Iberiuskagans. Milli ísalda dreifðust þær yfir alla Evrópu og upp að miðhluta Skandínavíu. A. m. caucasia ríkti yfir landssvæðum suðu af Karabískahafinu. A. m. carnica endaði á Balkanskaganum og A. m. ligustica á Apenniska (ítalska-)skaganum.
Engar býflugur bárust til Ameríku né Ástralíu enda löndin þá skilin frá áður en býflugurnar hófu búferlaflutning frá Asíu. (Það er spurning hvort þetta sé rétt þar sem ýmsir höfundar tala um upprunalegar býflugur einmitt í Ástralíu).
Mynd til hægri: 14-milljónir ára gamall steingervings frá Nevada sýnir hluta býflugu, sem þekkist á mynstri æða í væng (ör) og öðrum þáttum sem eru sameiginlegir nútíma býflugum.
Þessi mynd á að sýna hreyfingu flekanna á milljónum ára
Býflugur fundust upprunalega í Norður-Ameríka segir Michael Engel í Háskólanum í Kansas in Lawrence.
í Ameríku finnast fjöldinn allur af öðrum tegundum æðavængja en engin upprunaleg af tegundinni apis mellifera, en þær voru fluttar af evrópubúum til Ameríku fyrir um 400 árum síðan.
Þessi fundur umritar sögu þróunar býflugna, þar sem haldið hefur verið fram að uppruni og einu búsvæði býflugna væri í Asíu, Afríku og Evrópu” Engel segir.
Þessi nýlegi fundur býflugna af apis tegund er útdauð en líkist annari útdauðri tegund sem fundist hafa steingerfingar af í Þýskalandi , A. armbrusteri .
Þessi tegund hefur hlotið nafnið, Apis nearctica ’s og talið hafa borist landleiðina frá Asíu á fornsögulegum tímum.
Talið var að einungis ein tegund, Apis dorsata, tilheyrði þessari tegund. Þernur A. dorsata eru um 17-19 mm langar (tvöfalt lengri en a.m.), og bú þeirra er ein vaxkaka sem hangir neðan á trjágrein og er 2-3 metra á lengd og yfirleitt 3-20
metra frá jörðu. Þær geta innihaldið allt að 20 kg af hunangi. Klakhólf drunta eru af sömu stærð og þerna, svo hjá þessari tegund, eru druntar bara örlítið stærri en þernurnar. Þernur geta einnig safnað nektar á kvöldin þegar tungl er fullt. Athyglisvert er að þegar þernur dansa á nóttunni, benda þær í raun á stöðu sólar (þ.e. hinum megin við jörðina). Þessar býflugur eru í hitabeltinu og finnast í suðurhluta Afganistan, Sri Lanka Kína, Indlandi, Malasíu og Tælandi. Á flestum stöðum sverma þær árstíðarbundið. Nýleg rannsóknir sýna að þessar býflugur leita aftur á fyrra bústað sinn, jafnvel þótt flestar, ef ekki allar, upprunalegu þernurnar séu dauðar – það er ráðgáta hvernig býflugur viðhalda minninu (líklega með lyktarefnum ?). A. laboriosa er mjög svipuð í byggingu og hegðun og A. dorsata og var viðurkennd tegund um 1985. A. laboriosa er yfirleitt dekkri og byggir oft bú undir klettum. Hennar heimkynni eru norðurhluti Indlands, Nepal og Tibet. Hunang frá báðum tegundum er safnað af heimamönnum en býflugunum er ekki ‘haldið’ sem Apis mellifera. Þessar býflugur eru almennt mun árásargjarnari en mellifera og verja búið í allt að 100 m radíus. Sníkjudýr á A. dorsata, Tropilaeleps clarae, hefur flutt sig yfir til A. mellifera í Kína og Indlandi og veldur miklum skaða á býflugnarækt í þessum löndum.
Náttúruleg búseta dorsata
Báðar tegundirnar eru dreifðar um hitabelti og heittempraða belti Asíu, þar á meðal Suðaustur-Kína, Indland, Burma, Laos, Víetnam, Malasía, Indónesía (Java og Borneo), og Filippseyjar (Palawan).
Náttúruleg búseta florea
Apis Adrenaformis er náskyld A.Florea, lifir í hitabeltunum í Asíu.
,
Náttúruleg búseta adrenaformis
Austurlenskar býflugur sem lifa í holrýmum voru upphaflega taldar vera einn tegunda, Apis cerana og eru dreifðar um Kína, Indlandi, Japan, Malasía, Nepal og önnur Asíulönd. En á síðustu 10 árum hafa einnig aðrar undirtegundir flokkast hér undir. Þær eru A.indica, A. japonica, A .javanica, A.nigrocincta, A. koschevnikovi og A. nuluensis. Greinarmunur á milli tegunda er of tæknileg til að fara út í hér og þarf að skoða karlkyns kynfæri og DNA uppröðun til að greina þær í sundur. Nýju tegundirnar eru meira bundnar við dreifingu þeirra um Malasíu og Filippseyjar. A. cenara er af svipaðri stærð Apis mellifera eða örlítið minni (stundum mikið minni), og mynda bú í holrýmum. Þær hafa verið notaðar til býflugnaræktar í mörgum löndum eins og Kína og Japan. Í Kína, eru til dæmis 2 milljónir bú af A. Cerana undirtegundinni, fjölda þeirra enn í hefðbundnum trékössum með eða án föstum römmum. Hunangs framleiðsla er yfirleitt minni (10-20 kg á bú) vegna minni bústærðar þeirra. Þernur dansa oftar ‘Hreinsi dansa’ og snurfusa hvor annarri nákvæmlega, kannski er þetta ástæðan að Varroa veldur ekki eins miklu tjóni hjá þessum býflugum (sjá síðar umræður um mismunandi tegundir Varroa maura), en a. cerana er upprunalega hýsill Varroa sníkjudýrsins . Þernur nota ekki aftur gamla vaxið eins oft og því er lokið yfir klakhólfin mun ljósara út en hjá a. mellifera, þær rífa yfirleitt niður gamla vaxið og byggja stöðugt nýtt vax. Þernur A. cerana loftræsta líka búið en veita höfðinu út á við (andstætt vestrænu býflugunum sem snúa höfðinu að inngangi). A. cerana verja einnig búið gegn risastórum Asíugeitungum með því að mynda klasa um óvininn, og hita (um 45°C) og bókstaflega “sjóða” í geitunginn til dauða.
Náttúruleg búseta cerana
Apis koschevnikovi, er tegund af býflugum sem lifa í Malasíu Borneo og lifir þar í nábýli við
aðrar tegundir býflugna svo sem Apis cerana (sérstaklega A. c. Nuluensis).
Tegundin var fyrst lýst af Buttel-Reepen, sem tileinkaði Grigory Aleksandrovich Kozhevnikov (1866-1933), 19. aldar frumkvöðli í formgerð býflugna. A. koschevnikovi hýsir einstaka tegund af snýkjudýri; Varroa rindereri (Guzmán et al., 1996). Þó að þessi sníkjudýrategund svipi mjög til Varroa jacobsoni eru mítlarnir auðþekkjanleg í sundur. Mítillinn hefur aðeins fundist í búum A. koschevnikovi í Borneo og virðist vera sérhæfð til afátu á þessari tegund, því ekki hafa þeir fundist í búum A. cerana, jafnvel þegar þessar tvær tegundir búa í sama býgarði.
Náttúruleg búseta kochevnikovi
Apis nigrocincta er tegund af býflugum sem lifa á Filippiskueyjunni Mindanao sem og á indónesísku eyjunum Sangihe og Celebes eða Sulawesi.
Tegund byggir hreiður í holum eins og nátengda tegundin Apis cerana. Í raun er lítill munur á milli þessara tveggja tegunda: kynfæri druntanna eru til dæmis eins. Hins vegar eru lítilegur útlitsmunur, erfðafræðilegur fjölbreyttileiki í hvatbera DNA og í hegðunarmynstri.
Á svæðum þar sem A. cerana og A. nigrocincta búa saman, er auðsjáanlegur munur á liti og stærð þeirra: A. cerana hefur tilhneigingu til að vera dekkri og minni, en A. nigrocincta stærri og hafa gulleit clypeus (sem neðri hluti andlits). Þeir geta bestu (áreiðanlegum) vera mismunandi með morphometrics, sem einnig er hægt að nota til að bera kennsl morphologically aðskilin íbúa í báðum tegundum.
Annar áberandi hegðunar munur milli tegunda er tími dags þar sem þær kjósa að safna frjókorn.
Náttúruleg búseta nigricinkta
Þekkustu APIS MELLIFERA tegundir eru: Mellifera,
Er sú tegund sem lifði í vestur og norður Evrópu
Carnika:
Lifir í Slóveníu suðurhluta Austurríkis og hluta Króatíu, Bosníu,
Serbíu, Ungverjalandi, Rúmeníu og Búlgaríu.
Cyprika:
Lifir á Kýpur, eru mjög svermtregar.
Ligustika,
Lifir á Ítalíu, suðurhluta Alpanna og norðurhluta Sikileyjar
Nokkuð þekkt blöndun (varla hægt að kalla undirtegund) sem kemur frá Englandi frá munki einum (Adam) sem lengi vann að kynbótum á býflugum og kallast Buckfast eftir klaustrinu þar sem hann bjó og starfaði í. Þær eru nú dreifðar um allan heim og eru líklega ? næst fjölmennasta tegundin í heiminum á eftir A.m. ligustica (ítölsku).
Buckfast
Það er fyrst og fremst litamunur á þessum flugum og munur á atferli þeirra varðandi þess hve vel þau þola kulda, hversu hratt búið stækkar á vorin, á sumrum o.frv. Einnig má sjá mismun hvernig þær eru hærðar.
Líklega eru karnika og þær ítölsku (Ligustika) útbreiddastar af öllum tegundum í heiminum, en þær kallast einnig karniola og þær ítölsku hinar gulu.
Það sem einkennir Carnika býfluguna mest er ótrúlegt gæflyndi. Aðrir mikilvægir þættir eru langlífi, harðgerði og hve duglegar þær eru að sækja nectar auk góðrar lifunar á vetrum, að þær þurfa venjulega lítið magn fóðurs yfir vetur og varp drottningar er mjög háð aðkomu frjókorna í búinu. Þær viðhalda miklu magni ungviðis yfir sumarið ef nægt frjókorn eru til staðar, þær sækja minnst af öllum evrópskum tegundum af Própolis í búið, þær eru einnig taldar nokkuð svermgjarnar vegna mikillar stærðar búsins á sumrin.
Ítalska býflugan er líklega langvinsælasta tegundin og sem flestallir atvinnu býflugnabændur halda. Þær þurfa stærri samfélög yfir vetur til að lifa af og þá einnig meira fóður. Það hefur reynst erfitt að halda í þeim lífinu á Norðlægum slóðum á köldum og löngum vetrum og sérlega eftir slíka vetur virðast búin stækka hægt.
Apis mellifera mellifera er ein af stærstu býflugunum, en hefur þó hlutfallslega stutta tungu, hún er mjög dökk og oft kölluð brúna flugan (svarta). Samfélagið stækkar fremur hægt á vorin, þær eru oft mjög sterkar síðsumars og yfir vetur og lifa venjulega vel af veturinn í erfiðari veðráttu en hinar tegundirnar. Þær eru nokkuð viðkvæmar fyrir sjúkdóm í ungviði og nota mikið af Própolis sem þær kítta með og eru mjög svermgjarnar.
Undir A. Mellifera falla 24 mismunandi undirtegundir. Winston (1978) gaf góða yfirsýn yfir mismunandi undirtegundir og hér er aðeins fjallað um þær algengustu. A. mellifera ligustica svokölluð “Ítölsk eða gula” býflugan er kannski algengasta býflugan til hunangsframleiðslu, en hjá stórtækum býræktendum (með eh þúsundir búa). í Norður Ameríku nota menn mest blöndu af ligustica og nokkrum öðrum undirtegundum. Ítalska býflugan er heiðgul og yfirvetrar í stórum búum og nota mikið magn vetrarfóðurs yfir veturinn. A. mellifera scutellata er Afríska býflugan, sem var flutt til Brasilíu árið 1957. Þessi undirtegund er árásargjörnust allra býflugna og gerir fjöldaárás á menn eða dýr með allt að 500-5000 stungum. Aðrar undirtegundir gera það nánast aldrei. Af svo mörgum stungum verða eituráhrif á líkamann það sterk (þó ekki sé um ofnæmi að ræða) að bani getur hlotist af ef viðkomandi kemst ekki undir læknishendur strax. A. mellifera carnica (Carniolan býflugur) eru einnig víða ræktaðar og notaðar í Norður-Ameríku vegna gæflindis þeirra. Þessar býflugur eru dekkri og vetrast i minni klösum. A. m.capensis (Cape býflugur) er önnur Afirísk býfluga sem einnig veldur vandamálum í Afríku. Þessar býfl. hafa hátt hlutfall af meyjarfæðingum þannig að þernur geta verpt eggjum sem verða að öðrum þernum eða drottningu jafnvel þó þær hafi aldrei eðlað sig. Þernur þroska einnig eggjastokkja sína auðveldlega og geta orðið ‘falskar’ drottningar. Þessir eiginleikar gefa Cape þernunum möguleika að svindla sér inn í önnur bú t.d. hjá vesturlenskum býflugum), drepa drottningu þess bús og taka yfir hlutverk drottningarinnar og verpa þar aðallega drunta eggjum en sumar verða þernur, þroskast og endurtaka hringrásina í að ráðast inn í fleiri bú, sem veldur stóru efnahagslegu tapi býræktenda vegna þess að „hertekna“ búið fjarar út að lokum.
Útbreiðsla mellifera (rautt svæði).
Annars getur þú skoðað útlit muninn hér
A.mellifera finnst nú í öllum heimsálfum nema Antarktis fyrir tilstuðlan mannsins enda fluttu innflytjendur með sér flugur til 3 heimsins á síðari öldum.
Fyrir 1850 voru evrópsku tegundirnar einangraðar hver frá annarri og þær asísku lifðu hlið við hlið án þessa að blandast. Ekki einu sinni sníkjudýr sem fylgja hvorri tegund í Asíu fluttust á milli. Allar 3 tegundirnar í asíu “áttu” sinn ránmaur. Varróan fylgdi A.cerana, Tropilaelaps hjá A. dorsata og Euvarroa hjá A.florea. Þessi sníkjudýr höfðu lítil áhrif á vöxt samfélagana enda var ár milljóna sambúð að baki.
Flutningur býflugna milli landsvæða olli miklum vandamálum vegna þess að sjúkdómar fluttust einnig með. Þegar evrópsku býflugurnar voru fluttar til Asíu sýndi það sig að asísku maurarnir náðu að drepa þau bú á nokkrum árum. Með evrópsku býfl. fylgdu sjúkdómar á borð við býflugnapest, pokalirfur, kalklirfur og loftsekkjaveiki sem asísku býfl. höfðu enga vörn gegn. Svo alvarlegt varð ástandið að á stórum landsvæðum dóu asísku býfl. út.
Evrópsk býflugnapest | European foulbrood – Streptococcus pluton yngelröta | ||
Illkynja býflugnapest | American foulbrood – Bacillus larvae | ||
Loftsekkjaveiki | Acariosis of bees – Acarapis woodii trakékvalster | ||
Þarmaveiki | Nosemosis of bees – Nosemia apis | ||
Varróaveiki |
Vegna gróðavonar eru enn fluttar inn evrópskar býfl. til asíu en til að þær lifi verður að nota skordýraeitur sem vinnur á maurunum en ekki býfl.. Svo slæmt er ástandið að USA og EB hafa stöðvað innflutning á kínversku hunangi vegna hárra skordýra- og sýklalyfja leifa í því. Í hunangi seldu á íslandi 2003 var greint innihalda sýklalyf (chloramfenicol) og var það stöðvað í sölu.
Flutningur á býfl. hefur valdið miklum vandamálum bæði staðbundið og á heimsvísu. Varróamaurinn hefur dreift sér með býfl. til allra heimsálfa nema Ástralíu. Maurinn hefur þar að auki þróað hjá sér ónæmi gegn fleiri tegundum skordýraeiturs. Þessu hefur fylgt að leifar af eitri finnast í vaxi frá vaxvalsverksmiðjum. Ef þetta eitur nær nægjanlegum styrk blandast það í hunangið og þar með endar það í okkur mannfólkinu.
Lauslega þýtt og breytt af mér upp úr grein í sænsku býfl. blaði -NordBi AKTUELLT nr 1-2004 Hjalmar Pettersson