Aðgengi að vatni
Þar sem langt er í vatn
er nauðsynlegt að útbúa einhverskonar drykkjarílát og þá má nota lágan vatnsbala með lagi af mosa, greinum eða grasi svo býfl. drukkni ekki í vatninu.
Drottningin er merkt eftir fæðingaári og eru 5 litir notaðir
Hvítur 2011, -16
Gulur 2012, -17
Rauður 2013, -18
Grænn 2014, -19
Blár 2010, -15
Einnig klippa margir býflugnabændur 1/3 af öðrum vængnum þegar hún er farin að verpa á fullu, þetta til að koma í veg fyrir að hún geti flogið út með sverminum.

Hvenær skal setja á nýjan kassa.
Þumalputtaregla er að ef 2/3 af flatarmáli kassans er þakinn flugum, ofan frá séð, þá þurfa þær nýjan kassa, þ.e.a.s. ef að klasinn þekur 2/3 af flatarmáli efri hluta kassans. Önnur regla er að ef ungviði finnst í 7 af 10 römmum kassans þarf að setja nýjan safnkassa á.
Hér sést hvernig klasinn þekur meira en 2/3 hluta yfirborðsins (vissulega er þetta vetrarklasi)
Varast ber að setja nýjan kassa of fljótt, því þá eykst rúmmálið sem þær þurfa að halda heitu og það getur jafnvel dregið úr varpi drottningar.
Í Svíþjóð hafa menn þó borið saman bú sem fá alla sína kassa(4-5) ofaná að vori og sett er 1 dagblaðssíða á milli (stungin nokkur göt í dagbl með penna) miðað við bú sem fá sína kassa 1 og 1 eftir því sem býræktandinn telur þörf á þá stækka búin hraðar og gefa meira hunang ef þau fá alla kassana strax. Það er spurning hvor hægt sé að heimfæra þessa aðferð upp á íslenskt veðurfar en stóra vandamálið hefur þó verið smæð þeirra búa sem lifað hafa af veturinn hér á landi.
Drunta rammi
Það hefur alltaf góð áhrif á búið að hafa a.m.k. 1 ramma í hvern kassa, þar sem drottningin getur verpt drunta eggjum og þá er stundum settur tómur rammi án nokkurs milliveggjar í mitt búið (ungviðisins), þar sem býflugurnar fá að byggja að eigin eðlisávísun, það verður þá að hafa aðeins rýmra (3-4 mm.) á hvorri hlið fyrir þann ramma því druntahólfin eru dýpri. Ef býflugur eru byrjaðar að byggja druntahólf milli ramma (hæða) eða undir neðstu römmum, er nauðsyn að setja í tómann ramma til þeirra sem að ofan segir. Villt bú byggja druntahólf í 17% af vaxkökum sínum þannig að ef búið stendur á 5 kössum ættu druntarammar að vera 8-9.
Lítil bú
Ef eitt af búum ykkar er er mun minna en önnur en drottning í lagi og egg og ungviði í gangi þá takið ramma með útskríðandi ungviði í stærsta búinu (þegar það sést að flugurnar eru að byrja að skríða út í miðju rammans-eða að í fullum ramma hjúpaðs ungviðis eru komin egg í miðjunni) þá hristið af mest af flugunum í móðurbúið (passið drottninguna) og setjið ramman niður í búið í miðjan ungviðaklasann í litla búinu endurtakið þetta eftir viku ef stórabúið þolir þessa töku eða takið frá öðru búi. Ekki ráðlegt að setja fleiri en 1-2 ramma í senn -litla búið verður að geta haldið hita á öllu ungviðinu- á þennan hátt fær litla búið 2-3000 auka flugur með lítilli fyrirhöfn en stærra búið ætti að þola tapið.
Einnig er góð aðferð að skipta á búum þ.e. að setja stórt bú á stað þess litla og litla á stað þess stóra, þá fljúga allar sóknarflugurnar heim á gamla staðinn og styrkja það minna. Gera þetta um hádegisbil í góðu veðri þegar flestar eldri flugurnar eru út.
Sameining búa.
Hvenær sameinar maður búin
Það er mikilvægt að sameining fari fram áður en varp dr. minnkar þá gengur sameiningin betur.
· Rammar með ungviði úr báðum búunum er sameinað í miðjuna í öðrum kassanum(með býfl. sitjandi á).
· Önnur drottning, venjulega sú eldri eða sú sem hefur verpt verr/ þar sem bf eru árásargjarnari eða veiklaðar á einhvern hátt, er fjarlægð.
Venjulega er drottning fjarlægð og búið látið standa án dr í 2 tíma áður en maður flytur rammana yfir í nýja búið með þeirri dr sem spara á .
Önnur aðferð við að sameina búið gengur út á að önnur dr er fjarlægð og það bú sett ofan á hitt með dagblaði (1 síðu) á milli, stinga nokkur göt með penna í blaðið svo bf geti étið sig á milli og sameinast.
Í báðum tilfellum er gott að notast við anisolíu (2-3 dropar í 250 ml af vatni), úða yfir með úðabrúsa, þá kæfist öll lykt af búunum og það verði ekki stríð milli þeirra við sameininguna.
Helst á að vinna þetta verk á kvöldin og gott er að fóðra jafnhliða.
Stærð búsins
ræðst af mörgum þáttum
1. Varpgetu drottningar sem aftur ræðst af:
-
aldri, 1-2 ára verpa þær mest
-
stærð búsins, því stærra því meira ungviði geta flugurnar fætt
-
aðdráttum blómasafa en þó sérlega frjókorns
2. Plássins sem búið hefur
-
ekki of stórt
-
ekki of lítið
-
1 rammi fullur af ungviði þarf 3 ramma pláss útskriðinn
-
Tveggja drottninga bú
Flytja bú
Farandbúskapur
Hunangsrán
Skráning upplýsinga