Nú er verið að vinna í nýrri uppsetningu heimasíðunnar.
Þið sem hafið áhuga á að gerast félagar í Bý farið á Spjall hér til hægri fyrir ofan og finnið spjallþráðinn
Byrjendur - Umsókn um aðild að Bý og skráið ykkur þar. Einnig erum við með fésbókarsíðu- Býfluga:D - endilega sækið um aðgang þar
Býrækt á Íslandi hefur tekið mikinn kipp undanfarin ár –mikill áhugi hefu verið á að koma sér upp býflugum og hafa á bilinu 20-35 manns sótt námskeið undanfarin ár. Við erum nú um 130 virkir býræktendur auk fjölskyldumeðlima sem taka þátt.
Við vetruðum um 233 bú haustið 2018 og það sem hefur verið akkilesarhæll okkar- vetrun- hefur gengið mun betur undanfarið svo vetrarafföll hafa verið á svipuðu róli og í Skandinavíu.
Við erum einnig komin með fésbókarsíðu –Býfluga :D þar fer fram lífleg umræða um býrækt, þetta er lokaður hópur en öllum er frjást að sækja um að komast í hópinn.

Hér er býflugum og allt er við kemur býflugnarækt gert skil á hinu ilhýra máli okkar.
Þetta hefur allt tekið sinn tíma og ég hef reynt að setja upp efnið á skipulögðu formi og byggi þar á uppsetningu nokkurra þekktra fræðirita í efninu.
Þessi heimasíða hefur breytist frá degi til dags bæði hvað varðar innihald og útlit. Ég sé um efnislegt innihald hennar en um tæknilega útfærslu sér tengdasonur minn, Hjalti tölvuverkfræðingur, nú búsettur í Lundi í Svíþjóð.
Mest allt sem var á minni “gömlu” síðu er komið inn hér. Auk þess verður sú nýbreytni að nú verður settur upp nokkurskonar spjallsíða þar sem allir geta spurt og sagt sitt álit á öllu sem viðkemur býflugum og rækt þeirra.
Auk þess að nýir möguleikar bætast við fyrir ykkur, sem lesið, til að hafa áhrif á uppsetningu heimasíðunnar, koma með athugasemdir, spurningar og fleira- allt á spjallþræðinum Heimasíðan
Þeir sem það vilja geta fengið sendar tilkynningar um nýjar innfærslur á spjallið eða í gestabókina á tölvupósti. Látið mig vita á
byflugur@byflugur.is
Egill Rafn Sigurgeirsson
Formaður Bý
President
Bý stofnað 2000

Gylfi Símonarson, Gestur Helgason, Egill Rafn Sigurgeirsson, Sigurgeir Sigurgeirsson,
Guðmundur Rúnar Óskarsson og Tómas Óskar Guðjónsson. |